fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Frægasti klámframleiðandi og kynlífstækjasali Þýskalands gjaldþrota: Stofnaði fyrstu kynlífstækjabúð heims

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. desember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beate Uhse samsteypan í Þýskalandi var lýst gjaldþrota fyrir helgi eftir árangurslausar viðræður við lánardrottna. Beate Uhse er eitt þekktasta merkið í Þýskalandi í sölu unaðstækja ástarlífsins og framleiðslu klámfenginna kvikmynda. Stofnandinn Beate Uhse var fædd árið 1919 og á unga aldri gat hún sér orð sem listflugmaður.

Eftir síðari heimstyrjöldina opnaði Beate fyrstu kynlífstækjaverslunina í heiminum. Hún gaf út bæklinga með leiðbeiningum um kynlíf í hjónabandi og seldi smokka. Foreldrar hennar voru óvenjuopinská við börn sín varðandi kynferðismál og þetta uppeldi mótaði opinskátt viðhorf hennar og hispursleysi um kynlíf.

Beate Uhse árið 1971, þá rúmlega fimmtug
Beate Uhse árið 1971, þá rúmlega fimmtug

Smám saman byggði Beate Uhse upp stórveldi. Hún seldi unaðstæki í verslunum víðsvegar um Þýskaland og framleiddi klámmyndir.

Beate lést árið 2001 en um það leyti tók viðskiptaveldi hennar að hnigna. Útrás Beate Uhse samsteypunnar á erlenda markaði heppnaðist ekki vel og keppinautar fyrirtækisins náðu forystu á internetinu þangað sem meginhluti klámefnis tók að færast. Hefur fyrirtækið glímt við mikla rekstrarerfiðleika undanfarin ár þrátt fyrir yfirburði á Þýskalandsmarkaði. Núna er komið að endalokum.

Heimild: Der Spiegel

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna