fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Nær helmingur Íslendinga talar í farsíma undir stýri

Auður Ösp
Fimmtudaginn 7. desember 2017 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim fækkar stöðugt ökumönnum sem tala í farsíma án handfrjáls búnaðar. 47 prósent Íslendinga hafa talað í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar á síðastliðnum 12 mánuðum en það er 9 prósentustiga fækkun frá sömu könnun fyrir ári síðan. Á móti hefur fjöldi þeirra sem tala í farsímann með handfrjálsum búnaði aukist nokkuð og stendur nú í 44 prósent.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu könnunnar MMR. Ef litið er á þróun yfir tíma má sjá að þeim sem tala í símann undir stýri án handfrjáls búnaðar hefur fækkað stöðugt frá árinu 2010. Þannig kváðust 47 prósent svarenda tala í símann án handfrjáls búnaðar í síðustu könnun MMR en 71 prósent árið 2010. Á móti hefur fjöldi þeirra sem tala í símann undir stýri með handfrjálsum búnaði aukist úr 24 prósent árið 2010 í 44 prósent árið 2017. Eins hefur fjölda þeirra sem ekki hafa notað farsíma undir stýri síðastliðna 12 mánuði aukist um 6 prósentustig, úr 17 prósent árið 2010 í 23 prósent árið 2017.

Tekjulágir ólíklegri til að tala í síma undir stýri

Fólk á aldrinum 18 – 29 ára var líklegra en fólk í öðrum aldurshópum til að segjast hafa notað farsíma undir stýri til að skrifa/lesa skilaboð (33 prósent), taka mynd (16 prósent) og til að fara á internetið (17 prósent). Það er töluverð breyting frá árinu 2016. Þá voru konur líklegri en karlar til að segjast ekki hafa notað farsíma undir stýri síðastliðna 12 mánuði.

Fólk sem búsett var á landsbyggðinni (50 prósent) reyndist líklegra en fólk sem búsett var á höfuðborgarsvæðinu (44 prósent) til að tala í símann undir stýri án handfrjáls búnaðar.

Auk þess kom í ljós að því lægri heimilistekjur sem svarendur höfðu því líklegri voru þeir til að nota ekki farsíma undir stýri. Þannig sögðust 41 prósent þeirra sem höfðu undir 250 þúsund í heimilistekjur á mánuði ekki hafa notað farsíma undir stýri síðastliðna 12 mánuði, samanborið við 15 prósent þeirra sem höfðu milljón eða meira á mánuði. Þeir svarendur sem höfðu hærri heimilistekjur voru þó líklegri til að tala í símann undir stýri bæði með og án handfrjáls búnaðar, borið saman við þá sem höfðu lægri heimilistekjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Í gær

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot