fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Bandarískar stórborgir í mál við olíufyrirtæki vegna hækkandi yfirborðs sjávar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í San Francisco og Oakland hafa stefnt fimm af stærstu olíufyrirtækjum heims vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Báðum þessum borgum stendur ógn af hækkandi yfirborði sjávar og vilja þær að olíufyrirtækin taki þátt í kostnaðinum sem fellur til við byggingu varnargarða.

Frá þessu greinir breska blaðið Independent.

Í stefnunni kemur fram að olíufyrirtækin hafi grætt stórkostlegar fjárhæðir á vinnslu jarðefnaeldsneytis en á sama tíma vitað að afleiðingarnar yrðu slæmar fyrir mannkynið, meðal annars með hækkandi yfirborði sjávar. Olíufyrirtækin sem um ræðir eru BP, Royal Dutch Shell, Exxon Mobil, Chevron og ConocoPhillips.

Ekki er farið fram á tilgreinda upphæð í stefnunni en gera má ráð fyrir því að um sé að ræða nokkra milljarða Bandaríkjadala. San Francisco er fjórða fjölmennasta borg Kaliforníu og sú þrettánda fjölmennasta í Bandaríkjunum en Oakland er öllu minni, áttunda fjölmennasta borg Kaliforníu.

Forsvarsmenn Chevron segja að stefnan muni ekki hjálpa til í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Dennis Herrera, aðallögfræðingur borgaryfirvalda í San Francisco, segir að olíufyrirtækin hafi með settu ráði afvegaleitt almenning með fölskum upplýsingum. Á sama tíma hefðu þau stefnt heilu borgunum í stórhættu. „Hlýnun jarðar er staðreynd og framleiðsluafurð er risastór hluti af vandamálinu,“ segir Herrera.
Nýlegar spár gera ráð fyrir því að hækkandi yfirborð sjávar muni hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa San Francisco. Jafnvel er reiknað með því að yfirborð sjávar við borgina muni hækka um allt að þrjá metra á næstu hundrað árum. Það er því ljóst að mikið er í húfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“