fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Maðurinn sem féll í Gullfoss sennilega ekki ferðamaður

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla telur allar líkur á því að maðurinn sem féll í Gullfoss í gær sé ekki ferðamaður. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, í samtali við DV. Hann treystir sér þó ekki til að segja neitt um þjóðerni mannsins. Hann segir að of snemmt sé að segja til um hvort um slys sé að ræða eður ei. Maðurinn er ófundinn.

Maðurinn féll í Gullfoss rétt eftir klukkan fimm í gær. RÚV greindi frá því í gær að maðurinn hafi hafi sést á milli fossanna skömmu eftir að hann féll en hefur ekki sést síðan. RÚV greindir enn fremur frá því í dag að lögregla teldi sig vita hver það er sem féll í fossinn. Um 150 manns komu að leitinni í gær.

Hlé var gert á leitinni í nótt en fylgst var með ánni í þeirri von að til mannsins sæist. Leitin í gær var úr lofti, af landi, á bátum og einnig voru kafarar að störfum. Sveinn Kristján segir að lögregla muni senda frá sér tilkynningu innan skamms um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins