fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Við höfum þrjú ár til að bjarga heiminum

Virtir vísindamenn tala tæpitungulaust í tímaritinu Nature

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júní 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðarbúar þurfa að minnka losun gróðurhúsalofttegunda stórlega á næstu þremur árum, ellegar mun hlýnun jarðar verða svo mikil að ómögulegt verður að snúa þróuninni við. Þetta segir hópur virtra vísindamanna í grein sem birtist í tímaritinu Nature á dögunum.

Breska blaðið Independent fjallar um greinina á vef sínum.

Ekki stinga höfðinu í sandinn

Greinin hefur vakið mikla athygli en í henni segja fræðimennirnir að nú sé kominn tími fyrir stjórnmálaleiðtoga heimsins að horfast í augu við staðreyndir í stað þess að stinga höfðinu í sandinn. Nú þegar séu heilu vistkerfin að hruni komin; ísbreiður á norðurheimskautinu minnki sífellt meira yfir sumartímann og kóralrifin séu hreinlega að deyja af völdum hlýnunar sjávar.

Betur má ef duga skal

Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum þó ákveðinn stöðugleiki hafi náðst í þeim efnum á síðustu árum. Betur má þó ef duga skal og ef fram heldur sem mun markmið Parísarsáttmálans, að halda hlýnun jarðar innan við tvær gráður á selsíus, ekki nást. Raunar telja vísindamennirnir að fjögur til tuttugu og sex ár muni líða þar til hlýnun jarðar verður komin yfir sett markmið sáttmálans.

Er yfirmaður loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Christiana Figueres Er yfirmaður loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Ekki of seint að bregðast við

Þeir vísindamenn sem leggja nafn sitt við greinina eru þekktir og virtir í vísindasamfélaginu en í forsvari er Christiana Figueres, yfirmaður loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Christiana þessi átti einmitt stóran þátt í Parísarsamkomulaginu svokallaða sem samþykkt var árið 2015. Hún segir að losun gróðurhúsalofttegunda þurfi að minnka stórlega á næstu árum, í allra síðasta lagi árið 2020.

„Við verðum að muna það að ómöguleiki er ekki staðreynd, það er hugarfar.“

Að mati greinarhöfunda, sem voru 60 talsins, er ekki of seint að bregðast við. Það þurfi þó að hafa hraðar hendur. Sem fyrr segir kom hópur virtra fræðimanna að greininni, þeirra á meðal Michael Mann, prófessor við Pennsylvania State University, en einnig stjórnmálamenn. Á meðal þeirra má nefna Felipe Calderon, fyrrverandi forseta Mexíkó og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands.

Mun bitna á þeim efnaminni

Í greininni er bent á það að frá árinu 1880 hafi hitastig jarðar hækkað um eina gráðu af völdum mannsins. Er þá átt við hlýnun sem á sér ekki náttúrulegar ástæður. Bent var á það að íshellurnar á Grænlandi og á Suðurskautslandinu minnki mikið. Áhrifin séu ekki bara af náttúrufræðilegum toga því einnig félagslegum. Óútreiknanlegra veðurfar; meiri öfgar í veðri, miklar hitabylgjur, þurrkar og hækkandi yfirborð sjávar muni helst bitna á þeim efnaminni.

Hvetja til samstöðu

Í greininni var fólk hvatt til að gefast ekki upp og gefa upp alla von. „Góðu fréttirnar eru þær að það er enn svigrúm til að ná markmiðum Parísarsáttmálans ef útblástur fer að minnka fyrir árið 2020.“ Þá segir: „Við verðum að muna það að ómöguleiki er ekki staðreynd, það er hugarfar. Það munu alltaf einhverjir stinga höfðinu í sandinn og skella skollaeyrum við hættunni af loftslagsbreytingum. En við sem viljum gera betur erum fleiri. Við skulum vera bjartsýn og standa saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“