fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Skvettu málningu á bifreiðar og reiðhjól í Vogunum

Auður Ösp
Þriðjudaginn 30. maí 2017 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gærkvöldi tilkynning þess efnis að búið væri að skvetta málningu á tvær bifreiðar og bifhjól í Vogunum.

Fram kemur í tilkynningu að þegar á vettvang var komið mátti sjá málningu víða á farartækjunum sem öll eru í eigu sama einstaklings. Lögregla rannsakar málið.

Þá hefur lögregluembættið á Suðurnesjum stöðvað sex ökumenn á síðastliðnum dögum. Allir óku á negldum dekkjum í rigningunni. Brot af þessu tagi er dýrt spaug því greiða þarf fimm þúsund krónur í sekt fyrir hvert neglt dekk undir bílnum eftir 15. apríl.

Þá hefur lögreglan nú vakandi auga með útbúnaði eftirvagna svo sem hjól – og tjaldhýsa þar sem umferð þeirra fer vaxandi þessa dagana. Í ljós hefur komið að ýmsu getur verið ábótavant svo sem ljósabúnaði, framlengingu á hliðarspeglum og tengibúnaði. Í tveimur tilvikum voru ökumenn með kerrur í eftirdragi sem ekkert erindi áttu út á vegina þar sem önnur var óskráð en hin ónýt.

Þeim sem hyggja á ferðalög með eftirvagna er bent á að hafa alla öryggisþætti í lagi áður en lagt er af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur opinberaði hvern hann styður í forsetakosningunum og fékk yfir sig fúkyrðaflaum – „Sorglegt og dapurlegt“

Vilhjálmur opinberaði hvern hann styður í forsetakosningunum og fékk yfir sig fúkyrðaflaum – „Sorglegt og dapurlegt“
Fréttir
Í gær

Halla Tómasdóttir tvöfaldar fylgi sitt í nýrri könnun Prósents

Halla Tómasdóttir tvöfaldar fylgi sitt í nýrri könnun Prósents
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úkraínskur herforingi telur að stríðinu geti aðeins lokið við samningaborðið

Úkraínskur herforingi telur að stríðinu geti aðeins lokið við samningaborðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem slasaðist í Árbæjarlaug lagði borgina í dómsmáli

Kona sem slasaðist í Árbæjarlaug lagði borgina í dómsmáli