fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fullorðinn maður ógnaði 14 ára piltum með hníf í Árbæ: Brjálaðist vegna kínverja

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir 14 ára piltar urðu skelfingu lostnir eftir að fullorðinn einstaklingur ógnaði einum þeirra með hníf og henti öðrum harkalega í jörðina. Maðurinn var handtekinn og gisti í fangageymslum í nótt og er málið litið alvarlegum augum. Atvikið átti sér stað skammt frá Fylkisheimilinu í Árbæ. Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri staðfesti að tilkynnt hefði verið um árásina.

Móðir eins piltsins segir í samtali við DV að drengirnir hafi verið í áfalli. Hún vildi ekki koma fram undir nafni, sonar síns vegna, sem óttast manninn. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en hefur búið hér á landi í nokkur ár, samkvæmt upplýsingum DV.

„Þeir voru fjórir saman og einn þeirra henti kínverja á eftir bílnum og segja strákarnir að hann hafi ekki farið nálægt honum,“ segir móðirin og bætir við að maðurinn sé á fertugsaldri. „Maðurinn stökk út úr bílnum og henti einum drengjanna í jörðina. Þá tók hann annan hálstaki, keyrði hann upp að tré og dró upp hníf og hótaði að drepa hann.“

Móðirin segir að maðurinn hafi otað hnífnum að síðu drengsins á sama tíma og hann hélt honum kverkataki. Par sem var að viðra hund sinn varð að sögn móðurinnar vitni að árásinni og fylgdu þeir piltunum í burtu. Einn þeirra myndaði bílinn og númeraplötuna. Þegar maðurinn varð þess var steig hann aftur út úr bílnum og hafði í hótunum við drengina sem voru í miklu áfalli.

Tveir drengjanna leituðu sér aðhlynningar á slysadeild. Lögreglan nýtti sér upplýsingar frá piltunum.

„Þeir voru með mynd af bílnúmerinu hans og hringdu á lögreglu þegar þeir komu heim til eins stráksins,“ segir móðirin: „Lögreglan náði strax að rekja bílnúmerið og fór á heimili mannsins og handtók hann.“

Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri staðfesti í samtali við DV að það hefði átt sér stað uppákoma í þessa veru en vildi ekki fara nánar í atburðarásina. Þá sagði Valgarður að maðurinn hefði verið handtekinn á heimili sínu og verið yfirheyrður vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“