fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Rafræn Reykjavík liggur niðri sökum gríðarlegs álags

Foreldrar sitja um vefinn til að tryggja pláss á frístundaheimili næsta haust

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mínar síður – Rafræn Reykjavík liggur niðri vegna kerfisbilunar. Gríðarlegt álag hefur verið á vefnum í morgun en frá og með deginum í dag geta foreldrar tekið frá pláss fyrir börnin sín á frístundaheimilum borgarinnar fyrir næsta vetur. Inn­rit­un fyr­ir vet­ur­inn 2017 til 2018 átti að hefjast klukk­an 8.20 í morgun.

Börnin eru tekin í þeirri röð sem foreldrar þeirra sækja um plássið á Rafrænni Reykjavík. Því myndist yfirleitt mikil umferð á vefinn sökum þess að erfiðlega hefur gengið að manna störf á frístundaheimilum síðustu ár.

Því getur það skipt miklu máli hvort foreldri skráir barnið sitt fyrir hádegi eða eftir hádegi, þennan dag, upp á það hvenær barnið fær pláss á frístundaheimili í haust.

Börn í 1. bekk fá forgang en síðasta haust lentu fjölmargir foreldrar í vandræðum þegar eldri börn fengu ekki pláss strax sökum manneklu.

Unnið er að lagfæringu og á vefsvæði Reykjavíkurborgar er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur. Ekki er vitað hvenær vefurinn kemst í lag aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna