fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

20 prósent ódýrara að kaupa flugmiða núna heldur en í fyrra

Verð hækkar áberandi mikið til vinsælla borga í Evrópu

Kristín Clausen
Sunnudaginn 5. júní 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dohop hefur borið saman flugverð frá Íslandi næstu vikur til áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum. Helstu breytingar eru þær að flugverð er tekið að hækka eins og Dohop fyrir um þegar verðgögn síðasta árs voru skoðuð. Gera má ráð fyrir að verð hækki enn meira þegar líða tekur á sumarið.

9 prósent hækkun á flugverði

Þegar verð á flugi til tuttugu borga þar sem samkeppni ríkir milli flugfélaga má greina áberandi hækkun á milli maí og júní. Til átta af þessum tuttugu áfangastöðum er breytingin rúmlega 20 prósent en minni til annarra. Verð hækkar áberandi til vinsælla borga í Evrópu, eins og Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar.

Mest er hækkunin á verði á flugi til Billund, eða um 34%.

Mesta lækkunin á flugverði milli mánaða er til Mílanó, eða um 25 prósent. Verð á flugi til Bandaríkjanna helst aftur á móti óvenju stöðugt milli mánaða; verð á flugi til New York hækkar lítillega, eða um 1prósent og 4.9 prósent er á flugi til Boston. Gera má ráð fyrir að borga rúmlega 6.000 krónum meira fyrir meðalflugmiða nú en fyrir mánuði.

Ódýrast er að fljúga til Edinborgar
20 prósent ódýrara er að kaupa flug í ár Ódýrast er að fljúga til Edinborgar

Mynd: Dohop.is

Hvert er ódýrast að fara?

Ódýrast er að fara til Edinborgar næstu viku, en þangað kostar að meðaltali 38.000 krónur að fljúga. Þó má finna flug til Edinborgar báðar leiðir fyrir allt niður í 24.000 krónur tæpar á Dohop Go. Ennþá ódýrara er að fara til Belfast, eða allt niður í 15.000 krónur. Belfast er þó ekki með í verðkönnun Dohop sökum þess að þangað er ekki samkeppni í áætlunarflugi.

Dýrast er að fljúga til Boston
Meðalverð á flugi Dýrast er að fljúga til Boston

Mynd: Dohop.is

Á heildina litið má gera ráð fyrir að borga um 15.000 krónum minna fyrir flugmiðann núna en fyrir ári. Dohop spáir aftur frekari hækkunum á flugverði þegar líður tekur á sumarið, sérstaklega á flugi til Bandaríkjanna. Nú er því tíminn til að bóka flug fyrir sumarið ef þið eruð ekki nú þegar búin að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“