fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

„Ég vissi ekki að mannskepnan gæti verið svona vond“

Judy Malinowski hvetur þolendur heimilisofbeldis til að leita eftir aðstoð

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 18. desember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Judy Malinowski, 33 ára tveggja barna móðir frá Ohio, hlaut brunasár sem þöktu 80 prósent af líkama hennar þegar kærasti hennar, Michael Slager, hellti yfir hana bensíni og kveikti í í ágúst í fyrra. Síðan þá, undanfarna 16 mánuði, hefur Judy þurft að dvelja á sjúkrahúsi.

Málið var til lykta leitt fyrir dómstólum í Ohio í vikunni, en á mánudag var Michael, sem er 41 árs, dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir voðaverkið. Michael hélt því fram fyrir dómi að um slys hefði verið að ræða, hann hefði kveikt í kærustu sinni þegar hann var að kveikja sér í sígarettu. Læknar segja að Judy, sem hefur undirgengist rúmlega 50 aðgerðir, muni líklega deyja áður en langt um líður.

Rifust um kvöldið

Judy ræddi málið við bandaríska fjölmiðla í vikunni en beiðni hennar um að bera vitni í málinu var hafnað í ljósi þess að Michael samdi við saksóknara um refsingu. Því fóru engin eiginleg réttarhöld fram. Judy segist hafa samþykkt þessi málalok, að Michael fengi ellefu ára dóm, að því gefnu að hægt yrði að rétta aftur yfir honum ef hún deyr af völdum sára sinna.

Í viðtali við WSYX-sjónvarpsstöðina rifjaði Judy upp kvöldið örlagaríka. Judy og Michael höfðu rifist heiftarlega að kvöldi 2. ágúst í fyrra og segir Judy að rifrildin hafi endað með því að Michael hellti yfir hana bensíni og kveikti í. „Ég vissi ekki að mannskepnan gæti verið svona vond. Hann stóð bara þarna og gerði ekkert,“ sagði hún.

„Sálarlaus“

Sem fyrr segir neitaði Michael að hafa kveikt í Judy viljandi og benti verjandi hans á að Michael hafi sjálfur hlotið slæm brunasár þegar hann reyndi að slökkva eldinn. Dómarinn í málinu, Judy Lynch, sagði hins vegar að skýringar Michaels á því hvað gerðist væru ótrúverðugar. „Þú virðist vera einn af þessum mönnum sem hefur enga sál,“ sagði hún.

Afleiðingar brunans voru skelfilegar fyrir Judy sem mátt hefur þola ýmislegt á sínum 33 árum. Hún er fyrrverandi eiturlyfjafíkill og hafði unnið baráttu gegn krabbameini áður en að kvöldinu örlagaríka kom. Brunasárin þöktu stóran hluta líkama hennar; hún missti tvo fingur, bæði eyrun og nú, einu og hálfu ári eftir eldsvoðann, er hún enn á sjúkrahúsi og þarf að notast við öndunarvél. Hún getur ekki gengið og talar lágum rómi vegna skemmda sem urðu á barkanum.

Þá er Judy með stór og opin sár á baki og rassi. Læknar hafa ekki getað framkvæmd húðágræðslu á þessa líkamshluta þar sem Judy getur ekki legið á maganum vegna öndunarerfiðleika.

Á ekkert annað skilið en lífstíðardóm

Bonnie Bowes, móðir Judy, er þeirrar skoðunar að Michael hafi sloppið vel og hann eigi ekkert annað en lífstíðardóm skilið. Bowes segir að læknar hafi varað hana við því að líkur væru á að dóttir hennar myndi tapa baráttunni. Meiðsli hennar væru það alvarleg.

Judy segist hvetja fórnarlömb heimilisofbeldis til að fara og leita sér aðstoðar. Hún berst nú, ásamt fleirum, fyrir því að lög verði hert til muna í tilfellum þar sem eldi er beitt til að skaða manneskju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins