fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Stýrivextir lækka um 0,25%

Meiri hagvöxtur og vöxtur útflutnings en spáð var

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. desember 2016 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5%.

„Þjóðhagsreikningar fyrir fyrstu níu mánuði ársins sýna meiri hagvöxt en Seðlabankinn spáði í nóvember. Vöxtur þjóðarútgjalda var svipaður og spáð var en samsetning hans var önnur. Atvinnuvegafjárfesting jókst meira en einkaneysla minna. Vöxtur útflutnings var einnig meiri en spáð hafði verið og munar þar fyrst og fremst um kröftugan þjónustuútflutning. Metafgangur var á viðskiptajöfnuði á þriðja fjórðungi ársins,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.

Segir þar einnig að verðbólga hafi mælst 2,1% í nóvember og hefur hún haldist undir markmiði um tæplega þriggja ára skeið þrátt fyrir miklar launahækkanir og öran vöxt eftirspurnar. Þar vega þungt hagfelld ytri skilyrði og hækkun á gengi krónunnar en ekki síður aðhaldssöm peningastefna sem hefur skapað verðbólguvæntingum kjölfestu.

„Ákvörðun peningastefnunefndar um lækkun vaxta er tekin með hliðsjón af síðustu spá Seðlabankans að viðbættum nýjum upplýsingum. Gengi krónunnar hefur hækkað um 1½% frá síðasta fundi nefndarinnar og er nú þegar orðið nokkru hærra en spáð var að það yrði að meðaltali á næsta ári. Þá er samsetning hagvaxtar hagstæðari en spáð var í nóvember að því leyti að útflutningur og atvinnuvegafjárfesting vega þyngra. Hvort tveggja hefur áhrif á áhættumat nefndarinnar. Sem fyrr er töluverð óvissa um stefnuna í ríkisfjármálum, en aðhald hennar hefur slaknað nokkuð undanfarin tvö ár og enn er óljóst hver efnahagsstefna næstu ríkisstjórnar verður. Þá gætir áfram óróa á vinnumarkaði og óvissa er um áhrif næstu skrefa við losun fjármagnshafta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“