fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Trump skipar glímudrottningu í embætti

Linda McMahon stofnaði og stýrði WWE þar sem Trump situr í frægðarhöll glímutrölla

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. desember 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, heldur áfram að skipa í embætti í kringum sig áður en hann tekur við í janúar næstkomandi. Nýjasta skipan hans hefur vakið athygli en hún sneri að því að ráða í stöðu yfirmanns SBA (e. Small Business Administration) sem er sjálfstæð stofnun bandarísku ríkisstjórnarinnar sem tryggir hagsmuni smáfyrirtækja.

Það var athafnakonan Linda McMahon sem hlaut útnefninguna en hún er hvað þekktust fyrir að stofna og stýra fjölbragðaglímuveldinu WWE ásamt eiginmanni sínum, Vince McMahon. Hjónin voru miklir stuðningsmenn Trumps og gáfu hátt í sex milljónir dala til kosningabaráttu hans, í gegnum svokallaða Super Pac-sjóði. Linda hefur í tvígang boðið sig fram til öldungadeildarþingmennsku fyrir Repúblikanaflokkinn, 2010 og 2012, en ekki haft erindi sem erfiði. Á Twitter-síðu sinni segir hún það mikinn heiður að fá útnefninguna.

Trump þekkir vel til McMahon-hjónanna en sjálfur hefur hann komið fram í glímuviðburðum WWE og gott betur því hann var tekinn inn í frægðarhöll sambandsins á sínum tíma, þar sem hann situr á stalli með Hulk Hogan og fleiri köppum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Í gær

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Í gær

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við