fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Píratar fengju 15 þingmenn eins og Sjálfstæðisflokkur

Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 21. október 2016 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar fengju fimmtán þingmenn kjörna og Sjálfstæðisflokkur fimmtán ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta er samkvæmt niðurstöðum könnunar á fylgi flokkanna sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið dagana 14. til. 19. október.

Píratar eru með 22,6 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkur 21,1 prósents fylgi. Vinstri grænir mælast með 18,6 prósenta fylgi og fengi samkvæmt því þrettán þingmenn kjörna. Þessir þrír flokkar bera höfuð og herðar yfir þá næstu. Framsókn kemur næst með 9,1 prósents fylgi og fengi flokkurinn samkvæmt því sex þingmenn. Viðreisn fengi einnig sex þingmenn en flokkurinn mælist með 8,8 prósenta fylgi.

Samfylkingin fengi fjóra þingmenn kjörna og mælist flokkurinn með 6,5 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með 6 prósenta fylgi og fengi einnig fjóra þingmenn. Aðrir flokkar, eins og Flokkur fólksins, sem mælist með 3,8 prósenta fylgi, næðu ekki manni inn á þing.
Könnunin var net- og símakönnun og var stærð úrtaksins 2.300 manns. Svarhlutfall var 59,4 prósent og þar af tóku 81,2 prósent afstöðu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum