fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Sturla og Ingibjörg fara úr stjórn ESÍ

Sigríður Logadóttir kemur ný inn í stjórn Eignasafns Seðlabankans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. september 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar Seðlabanka Íslands, og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, hafa hætt í stjórn Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ). Í þeirra stað hefur Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabankans, tekið sæti í stjórninni.

Þetta var ákveðið á hluthafafundi félagsins 8. september síðastliðinn en Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta og skrifstofu seðlabankastjóra, er sem fyrr stjórnarformaður ESÍ. Eftir þessar breytingar verður stjórn ESÍ aðeins skipuð tveimur stjórnarmönnum. Ingibjörg fékk ársleyfi frá störfum í bankanum í júlí síðastliðnum en hún er í framhaldsnámi í opinberri stjórnsýslu (MPA) við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.

ESÍ var komið á fót 2009 til að fara með vörslu, úrvinnslu, og stýringu krafna og fullnustueigna sem Seðlabankinn fékk í hendurnar í kjölfar bankahrunsins. Í árslok 2015 námu heildareignir ESÍ ríflega 133 milljörðum króna. Þar munaði mestu um almennar kröfur ESÍ á hendur fjármálafyrirtækjum í slitameðferð upp á 55 milljarða króna auk skuldabréfa og annarra langtímakrafna að fjárhæð 38 milljarða.

Í greinargerð sem yfirstjórn Seðlabankans tók saman í árslok 2015 í tilefni bréfs frá umboðsmanni Alþingis 2. október sama ár, vegna athugunar embættisins á meðferð gjaldeyrismála og umsýslu eigna sem félög í eigu bankans fara með, kom fram að Seðlabankinn vonaðist til að leggja niður starfsemi ESÍ á þessu ári. „Þegar kröfur hafa verið innheimtar og eignir seldar hefur félagið lokið hlutverki sínu og verður slitið. Jafnvel er vonast til þess að hægt verði að leggja niður ESÍ á komandi ári,“ sagði í greinargerðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“