fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

„Milljónir sýrlenskra barna búa við sára neyð“

Hrafn Jökulsson teflir í 30 klukkustundir – Hrókurinn og UNICEF

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. maí 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkur rennur blóðið til skyldunnar því milljónir sýrlenskra barna búa við sára neyð.“ Þetta segir Hrafn Jökulsson, formaður Skákfélagsins Hróksins, sem mun í dag og á morgun, föstudag og laugardag, tefla samtals í 30 klukkustundir. Það gerir hann um leið og hann safnar áheitum og framlögum til styrktar sýrlenskum börnum.

Framlögin munu renna óskert til Fatimusjóðsins og UNICEF. Þar kemur fram að skemmtikraftar og listamenn troði upp meðan á maraþoninu stendur. „Það verður heilmikil og skemmtileg dagskrá. Þótt tilefnið sé alvarlegt verður gleðin og vináttan í fyrirrúmi,“ segir Hrafn og minnir á kjörorð Hróksins „Við erum ein fjölskylda“. Á meðal þess sem gestir hafa fyrir stafni, auk þess að tefla við Hrafn eða aðra skákmenn, verður að upplifa flóttamannabúðir með augum 12 ára gamallar sýrlenskrar stúlku. Boðið verður upp á sýndarveruleikagleraugu þar sem upplifa má með eigin augum hvernig umhorfs er í búðum – samtímis því að stúlkan lýsir því sem fyrir augu ber.

Að viðburðinum standa Hrókurinn og Skákakademía Reykjavíkur, í samvinnu við Fatimusjóðinn og UNICEF. Ballið byrjar klukkan níu, núna í morgunsárið, en Hrafn teflir frá klukkan 9 til miðnættis báða dagana, samtals 30 klukkustundir. Hann vonast til að tefla 200 skákir.

Þetta er í annað sinn sem Hrókurinn safnar fyrir sýrlenskum börnum en í fyrra – í Hörpu – safnaðist dágóð upphæð. Þegar hafa nokkur fyrirtæki heitið á Hrafn og gefið út loforð um að greiða 500 og stundum 1.000 krónur fyrir hverja skák sem hann teflir. „Við ætlum að gera enn betur og söfnum áheitum og framlögum bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum.“ Hann tekur fram að allir sem að verkefninu komi gefi vinnu sína, svo hver króna sem safnast rennur til sýrlenskra barna. Hrafn skorar á alla sem vilja leggja málstaðnum lið að mæta í Ráðhús Reykjavíkur og taka eina lauflétta hraðskák. Skákkunnátta sé algjört aukaatriði.

Fatimusjóðurinn
Reikningsnúmer: 0512-04-250461
Kennitala: 680808-0580

UNICEF
Sendu sms-ið STOPP í númerið 1900 (1.900 kr.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins