fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Lét lífið eftir að hafa tekið MasterCard

Innbyrti útgáfu af alsælu með skelfilegum afleiðingum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. maí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin sautján ára gamla Faye Allen lét lífið í kjölfar inntöku alsælutöflunnar „MasterCard“ eftir næturbrölt í Manchester borg. Lögregla var kölluð að Victoria Warehouse í Trafford snemma á mánudagsmorgun. Faye lét lífið stuttu síðar.

„Hugur okkar og samúð er hjá fjölskyldu stúlkunnar á þessum erfiðu tímum,“ sagði Ben Eward, yfirlögregluþjónn í Manchester og bætti við að „Við höfum handtekið tvo einstaklinga í tengslum við rannsókn málsins. Þetta er karlmaður og kona sem eru í gæsluvarðhaldi. Þau verða yfirheyrð síðar í dag.“

Enn fremur sagði hann: „Því miður vitum við til þess að einstaklingar hafi tekið þessa útgáfu af alsælu, sem við þekkjum sem „MasterCard“, og við erum að leggja áherslu á að finna þann sem gæti hafa tekið fíkniefnið, að láta kíkja á sig.“

Faye er þriðja barnið sem móðir hennar missir. Árið 2004 lést bróðir hennar, sem var tæplega tveggja ára gamall. Mánuði síðar lét systir hennar lífið, aðeins átján vikna gömul.

Eiturlyfið MasterCard er talið stórhættulegt
MasterCard. Eiturlyfið MasterCard er talið stórhættulegt

Fram hefur komið að Faye hafi ætlað sér að fara á tónleika ásamt kærasta sínum. Þetta var í fyrsta skipti þar sem Faye fer á skemmtistað. Á samfélagsmiðlum hefur minningu hennar verið haldið á lofti.

Í tilkynningu frá Victoria Warehouse segir að þau sendi fjölskyldunni sínar dýpstu samúð þeirrar látnu og að staðurinn muni halda áfram að aðstoða lögregluna við rannsóknina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“