fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Búið að ákæra Abdeslam fyrir aðild að hryðjuverkunum í París

Sagður samvinnufús við lögreglu – Vill ekki vera framseldur til Frakklands

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. mars 2016 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salah Abdeslam, sem lögreglan í Belgíu handtók í gær, hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverkunum í París. Lögmaður Abdeslam segir hann vera samvinnufús við lögreglu.

Frá þessu er greint á vef BBC. Þar segir að Abdeslam berjist nú gegn því að vera framseldur til Frakklands, en hann er franskur ríkisborgari.

Abdeslam var fjóra mánuði á flótta undan lögreglu þar til að hann var handtekinn í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar í gær.

Alls létust 130 manns og tugir særðust í hryðjuverkaárásunum sem áttu sér stað í París í nóvember á síðasta ári. Í árásunum, sem hryðjuverkasamtökin ISIS báru ábyrgð á, notuðu hryðjuverkamenn bæði skotvopn og sprengjur.

Ekki er ljóst hvert hlutverk Abdeslam var í hryðjuverkunum en rannsakendur vonast til að hann geti gefið upplýsingar um tengslanet ISIS, fjármögnun og frekari áætlanir.

Alþjóðalögreglan Interpol hefur hvatt stjórnvöld í Belgíu og Frakklandi til að auka eftirlit við landamæri sín, þar sem talið er að aðrir vitorðsmenn hryðjuverkanna reyni að flýja Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Í gær

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur
Fréttir
Í gær

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Í gær

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu