fbpx
Laugardagur 23.október 2021

Elsta vínflaska heims frá tímum Rómverja

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig ætli elsta vín heimsins smakkist? Ábyggilega illa, enda er það nærri 1.700 ára gamalt, kekkjótt og orðið óáfengt. Hugsanlega er það eitrað. Langelsta vín sem fundist hefur er Römervínið sem fannst í grafhýsi Rómverja og er nú geymt í litlu safni í Þýskalandi.

 

Römervínið
Ábyggilega viðbjóðslegt á bragðið.

Fannst árið 1867

Að eldast eins og gott vín er máltæki sem flestir þekkja. Mörg vín verða betri með aldrinum en árgangar eru þó misjafnir að gæðum. Til að mynda þykja Bordeaux-vín frá árinu 1961 mjög góð en sams konar vín frá 1960 hreinasti óþverri.

Þó að vín séu innsigluð breytast þau með tímanum og eftir ákveðinn tíma verða þau vond og ódrekkandi. Slíkt á ábyggilega við hið fræga Römervín sem fannst árið 1867. Römervínið er langelsta vín sem fundist hefur. Talið vera frá árunum 325 til 350 eftir Krist. Til samanburðar má nefna að hið næstelsta er frá árinu 1472.

Römervínið fannst í grafhýsi í Rínarhéruðum Þýskalands, nálægt bænum Speyer. Grafhýsið var í eigu rómversks aðalsmanns og í því fundust kistur karlmanns og konu. Í kistu karlsins fundust tíu vínflöskur og sex í kistu konunnar. Aðeins ein flaskan var heil og enn með víni í.

 

Ekki hægt að rannsaka vökvann

Römervínið er geymt og haft til sýnis í héraðssafni Speyer. Fræðimenn og vínáhugamenn hafa lengi deilt um hvort eigi að opna flöskuna og rannsaka innihaldið. Þó að talið sé að flaskan innihaldi vín er ekki hægt að fullyrða það fyrr en flaskan hefur verið opnuð. Margir óttast hins vegar að mikil eðlisbreyting gæti orðið ef innsiglið rofnar og vökvinn kemst í beina snertingu við andrúmsloftið.

Að öllum líkindum er þó um vín að ræða og staðurinn sem flaskan fannst í er frægt víngerðarhérað. Fræðimenn hafa reynt að greina innihaldið án þess að opna flöskuna. Talið er að allt alkóhól sé farið úr henni. Í vínið hafa verð settar ýmsar jurtir og þykk ólífuolía. Þetta sést á því að vökvinn er lagskiptur, tær neðst en þykkur við barminn. Heitt vax hefur síðan verið notað til þess að innsigla flöskuna. Það sem er hvað forvitnilegast varðandi flöskuna er að hún er úr gleri. Gler var afar sjaldan notað til þess að geyma vín á tímum Rómverja.

Ludger Tekampe
Sá eini sem þorir að snerta flöskuna.

Safnstjórinn sá eini sem þorir

Í Speyer er grannt fylgst með Römervíninu. Ludger Tekampe, safnvörður á héraðssafninu, segist ekki hafa séð neina breytingu á því síðan hann tók við fyrir 25 árum. Vínið hefur verið geymt á sama stað í safninu í meira en öld. Tvisvar hefur Tekampe handleikið það en aðrir starfsmenn hafa ekki þorað að snerta flöskuna.

En hvernig myndi vín sem er tæplega 1.700 ára gamalt smakkast? Fræðimenn eru sammála um að það sé ekki sniðugt að smakka það. Hugsanlega er vínið orðið eitrað. Ef ekki þá er bragðið að öllum líkindum viðbjóðslegt og vínandinn farinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 7 klukkutímum

Hvar eru bestu franskarnar í boði á Íslandi? – Álitsgjafar DV segja sína skoðun

Hvar eru bestu franskarnar í boði á Íslandi? – Álitsgjafar DV segja sína skoðun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klopp ber Salah og Ronaldo saman fyrir stórleikinn

Klopp ber Salah og Ronaldo saman fyrir stórleikinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Einn fremsti hestamaður Íslands sakfelldur fyrir heimilisofbeldi

Einn fremsti hestamaður Íslands sakfelldur fyrir heimilisofbeldi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Nokkuð þægilegt hjá Arsenal gegn Villa

Enska úrvalsdeildin: Nokkuð þægilegt hjá Arsenal gegn Villa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu markið: Dagný tvöfaldaði forystu Íslands

Sjáðu markið: Dagný tvöfaldaði forystu Íslands
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Fullorðnar konur niðurlægðu 17 ára stelpu fyrir klæðnað hennar

Fullorðnar konur niðurlægðu 17 ára stelpu fyrir klæðnað hennar