fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: NFS – Þegar metnaðurinn fór með íslenskt fjölmiðlafólk. Vildu verða eins og CNN eða Sky

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 14. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja fréttastofan, NFS, er áreiðanlega eitt bjartsýnasta verkefni sem íslenskir fjölmiðlamenn hafa ráðist í.

NFSNFS tók við af fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í nóvember árið 2005 og miðlaði fréttaefni næstum allan sólarhringinn líkt og risastöðvar úti í heimi, á borð við CNN og Sky News, gera.

Þarna voru líka þungvigtar fréttaskýringa- og umræðuþættir á borð við Kompás og Silfur Egils. En fljótlega fór að halla undan fæti vegna þess að Ísland er einfaldlega of lítið mengi fyrir slíka stöð.

Sömu fréttirnar voru því síendurteknar allan sólarhringinn í sömu sviðsmynd og dagskráin varð fyrir vikið hundleiðinleg.

Í september árið 2006 skrifaði Róbert Marshall, forstöðumaður NFS, opið bréf til eigandans, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, titlað „Kæri Jón“ þar sem hann bað um að fá að halda stöðinni gangandi áfram.

Þann 22. september sama ár var NFS lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Í gær

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sextug kona sigraði í fegurðarsamkeppni

Sextug kona sigraði í fegurðarsamkeppni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn