fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025

Sigríður – „Fyrst héldum við að þau væru alveg að fara að skilja“

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 20:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæra Ragga

Við hjónin eigum vinapar sem við umgöngumst mikið í matarboðum og fleiru. Þau eru gift og með börn, en eru nýverið búin að deila því með okkur að þau séu búin að opna sambandið og séu núna í „poly“-sambandi. Fyrst héldum við að þau væru alveg að fara að skilja og þetta væri síðasta hálmstráið, en það virðist ekki vera því þau eru voða samrýmd og ástfangin. Okkur datt líka í hug að þetta væri eitthvað kinkí tímabil, en það virðist ekki vera. Þau eru farin að tala um deitin sem þau fara á, jafnvel um kærasta og kærustur, fyrir framan okkur og hvort annað. Mér finnst vandræðalegt að geta ekki verið alveg afslöppuð því ég lít á mig sem umburðarlynda manneskju. Áttu einhver ráð?

Með þökkum,

Sigríður

Kæra Sigríður

Við erum svo flink í norminu, í að fara eftir þeim viðmiðum sem nærumhverfið og samfélagið innrætir okkur rækilega frá frumbernsku. Þetta á auðvitað ekki bara við um samfélagslega viðurkennd sambandsform – heldur allt það sem okkur finnst eðlilegt, án þess að hugsa út í ástæðurnar og óskrifuðu reglurnar. Ef eitthvað sem fellur utan normsins verður á vegi okkar, hriktir í stoðunum. Þetta geta verið alls konar hlutir – að borða eftirmatinn fyrir matinn, að klæðast sundbol einum fata fjarri sundlaug, að syngja upphátt í strætó, eða að stunda kynlíf sem er öðruvísi en okkar. Ef eitthvað „undarlegt“ kemur inn á radarinn eigum við það til að fara í vörn – líklega vegna þess að hið óþekkta og óvenjulega veldur okkur streitu.

Mér finnst fjölkæra vinafólkið sýna ykkur mikið traust með því að deila með ykkur sannleikanum um samband sitt. Fólk sem velur að lifa í einhvers konar opnum samböndum mætir oft miklum fordómum, og því ekki sjálfsagt enn sem komið er að stíga út úr skápnum með þær upplýsingar. Ég hvet ykkur til að reyna að leggja fordómana til hliðar, notið heldur tækifærið til að læra eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. Spyrjið að því sem vekur forvitni og slakið á og andið rólega þegar svörin koma. Fyrst vinahjón ykkar ákváðu að deila upplýsingunum með ykkur þykir mér líklegt að þau séu reiðubúin að svara spurningum ykkar. Þetta gæti verið frábært tækifæri til að vaxa og eflast í umburðarlyndi – og enginn er að segja að þið þurfið sjálf að opna ykkar samband, það er algengur misskilningur í umræðunni. Opin sambönd henta alls ekki öllum og eru alls ekki smitandi.

Bestu kveðjur,

Ragga

Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi
raggaeiriks@gmail.com
www.raggaeiriks.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.