fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur raunveruleikaþáttarins Supernanny áttu erfitt með að halda aftur tárunum síðastliðið mánudagskvöld. Í þættinum heimsótti súperfóstran Jo Frost átta manna fjölskyldu. Hún grátbað stjúpföðurinn um að hætta að leggja hendur á elsta drenginn sem missti nýlega föður sinn.

Í nýjasta þætti Supernanny báðu foreldrarnir Ralph og Brittany um aðstoð Jo við að aga börnin þeirra sex.

Brittany sagði í þættinum að hegðun barnanna hennar hafi versnað til muna eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar, og faðir barnanna, hafi látist í bílslysi nokkrum mánuðum áður.

Braylon er tíu ára og syrgir föður sinn.

Brittany var gift Archie í tíu ár og eignaðist með honum þrjú börn áður en þau skildu. Hún og Ralph eiga saman þrjú börn. Foreldrarnir sögðu að síðan Archie dó hafa þrjú elstu börnin byrjað að ljúga að þeim, stríða hvort öðru og sýna þeim vanvirðingu.

Í þættinum viðurkenndi Ralph að hann notaði ofbeldi til að refsa elsta drengnum, Braylon.

Braylon er tíu ára og sagði við Jo að stjúpfaðir hans „kemur inn og lemur mig“ þegar hann hagar sér illa. Hann sagði að stjúpfaðir hans notar oftast höndina eða tréspaða.

Jo hélt utan um Braylon á meðan hann grét.

Jo hélt utan um Braylon á meðan hann grét. „Hann lemur mig oftast á fótleggjunum,“ sagði hann í gegnum tárin.

Þetta átakanlega atriði hafði mikil áhrif á áhorfendur sem tjáðu sig um þáttinn á samfélagsmiðlum. Fjöldi sagðist hafa átt erfitt með að halda aftur tárunum.

Foreldrarnir sýndu Jo tréspaðann sem er notaður til að lemja Braylon.

Brotnaði niður

Í þættinum bað Jo um að fá að sjá tréspaðann sem er notaður til að lemja Braylon. Brittany, móðir Braylon, brotnaði niður þegar hún rétti henni tréspaðann og Jo grátbað Ralph, stjúpfaðirinn, um að leggja ekki hendur á hann aftur.

„Þessi börn þurfa hjálp við að syrgja. Það er verið að biðja ykkur um að sýna meiri þolinmæði. Ofbeldi er aldrei svarið. Þið eigið aldrei eftir að geta byggt upp heilbrigt samband við börnin ykkar ef þið ákveðið að lemja þau,“ sagði Jo.

„Ef þið viljið ala upp börn sem sýna ykkur virðingu, þá þurfa þau að virða sig sjálf fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Góður liðsstyrkur til Valsara

Góður liðsstyrkur til Valsara