fbpx
Laugardagur 22.mars 2025

Brögðin og brellurnar á bak við þyngdartap Rebel Wilson

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 09:53

Rebel Wilson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska leikkonan Rebel Wilson lýsti yfir því í byrjun árs 2020 að það yrði „ár heilsunnar.“ Hún lýsti því yfir á Instagram og sagðist jafnframt ætla að forðast sykur og skyndibitamat á árinu.

„Hver er tilbúinn að gera jákvæðar breytingar með mér á nýju ári?“ spurði hún fylgjendur sína.

https://www.instagram.com/p/B6z53A8peHH/

Kórónuveirufaraldurinn hefur sett sitt strik í reikninginn hjá mörgum. En það virðist sem svo að það hafi ekki hindrað Rebel að ná markmiðum sínum. Hún hefur misst um 18 kíló og hefur verið mjög dugleg að deila ferlinu með fylgjendum sínum á Instagram.

Rebel Wilson og þjálfari hennar, Jono Castano Acero, hafa afhjúpað brögðin og brellurnar á bak við þyngdartap hennar í viðtölum og á Instagram. News.au tók þau saman.

https://www.instagram.com/p/B-rGHgLp9LR/

Lyftingar og HIIT

Rebel blandar saman ólíkum æfingum þegar hún er í ræktinni. Hún stundar lyftingar og HIIT (High Intensity Interval Training).

Hægt og örugglega

Frekar en að einblína á að léttast helling á stuttum tíma hefur Rebel lagt áherslu á jafnvægi, fara hægt og örugglega í hlutina. Árangur hennar hefur verið stöðugur frá byrjun árs. Þjálfari hennar sagði í viðtali við Yahoo að mataræði og prógrömm sem lofuðu niðurstöðum eftir aðeins nokkrar vikur væru ekki raunsæ til langtíma.

„Þú ættir aldrei að leita að auðveldustu leiðinni þegar kemur að breyta einhverju. Tveir mánuðir eru ekki nægur tími til að breyta líkama þínum,“ sagði hann.

Mayr Method

Samkvæmt People byrjaði heilsuvegferð Rebel í fyrra þegar hún heimsótti áströlsku heilsumiðstöðina ViaMayr. Þar byrjaði hún að fylgja Mayr Method-prógramminu sem byggir á því að borða í takt við magaflóruna, borða hægt og tyggja oft, draga úr neyslu sykurs og mjólkurvara.

Virkir hvíldardagar

Þetta snýst ekki allt um að púla í ræktinni. Rebel fer líka í göngutúra og í fjallgöngur með vinum sínum. Þjálfari hennar sagði í viðtalinu við Yahoo að hann ráðleggur fólki að æfa fimm sinnum í viku og einblína á endurheimt tvo daga vikunnar.

„Endurheimt snýst um að teygja, fá nudd eða stunda létta hreyfingu, eins og að fara í göngutúr.“

https://www.instagram.com/p/B_zPYMcpiNq/

Léttist til að fá alvarlegri hlutverk

Rebel sagði frá því í Instagram-færslu í júlí, sem hún hefur nú eytt, að það séu margvíslegar ástæður fyrir því að hún hafi sett sér markmið að léttast.

Hún sagðist þurfa að breyta sér líkamlega því fólk eigi í mestu vandræðum með að sjá hana fyrir sér í alvarlegum hlutverkum. „Mér finnst ég þurfi að breytast líkamlega svo ég geti breytt leikferli mínum,“ segir Rebel sem fór með hlutverk í Shakespeare og Marlowe leikritum á árum áður. „Fólk tengir mig ekki við alvarleg hlutverk því það þekkir mig sem Fat Amy í Pitch Perfect svo ég er vísvitandi að taka að mér alvarlegri hlutverk.“

Hún sagði að hún vildi komast niður í 75 kíló á árinu en tók það fram að vinnan snúist ekki um einhverja tölu á vigtinni heldur líka andlega þættinum. Hún sagðist vera að skoða hvers vegna hún hafi borðað óhóflega í gegnum árin og sinna sjálfri sér á öllum sviðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hafnarfjarðarbær greiðir Rio Tinto það sem Vegagerðin vildi ekki – Tug milljóna bætur

Hafnarfjarðarbær greiðir Rio Tinto það sem Vegagerðin vildi ekki – Tug milljóna bætur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ætlar sér að mæta á Anfield í sumar og skella Alisson á bekkinn

Ætlar sér að mæta á Anfield í sumar og skella Alisson á bekkinn
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Trump hafður að háði og spotti eftir að hann hrósaði syni sínum – „Þessi maður er með kjarnorkukóðana“

Trump hafður að háði og spotti eftir að hann hrósaði syni sínum – „Þessi maður er með kjarnorkukóðana“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Faðir Musk kom syni sínum til varna út af meintum rasisma en þykir hafa gert illt verra – „Er öll fjölskyldan heimsk?“

Faðir Musk kom syni sínum til varna út af meintum rasisma en þykir hafa gert illt verra – „Er öll fjölskyldan heimsk?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Missir af nokkrum leikjum – Hugsanlega með gegn Real Madrid

Missir af nokkrum leikjum – Hugsanlega með gegn Real Madrid
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Orðið á götunni: Ofstæki og heift ræður för – Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum

Orðið á götunni: Ofstæki og heift ræður för – Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deildin sendir frá sér stiklu þar sem Hjálmar Örn fer á kostum – „Hvað sérðu í honum?“

Besta deildin sendir frá sér stiklu þar sem Hjálmar Örn fer á kostum – „Hvað sérðu í honum?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Modric las yfir Mbappe í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Modric las yfir Mbappe í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.