fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023

Ellen DeGeneres er rík, fræg og óvinsæl – áhorfið hríðfellur

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 22. júní 2020 14:30

Leynir á sér. Ellen hefur löngum þótt fyndin og skemmtileg en nú keppist fólk um að segja neikvæðar sögur af henni. Hjónur. Ellen og Portia de Rossi hafa verið saman frá 2005 og giftu sig 2008.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorf spjallþáttarins The Ellen DeGeneres Show eru í frjálsu falli þessa dagana í kjölfar neikvæðrar umræðu um þáttastjórnandann. Grínistinn Ellen DeGeneres hefur stjórnað þættinum í 17 ár við miklar vinsældir en þrálát umræða um ónotalegheit hennar við gesti sína og starfsfólk hefur sett strik í reikninginn.

Þetta hófst allt þegar YouTube-stjarnan NikkieTutorials var gestur hjá Ellen en hún bar henni ákaflega illa söguna og sagði hana kalda og fjarlæga. Síðan þá hafa fleiri deilt sögum um Ellen, þar á meðal lífvörðurinn Tom Majercak, sem vann með henni á Óskarnum 2014 og kallaði hana kalda og lítilmannlega. Fleiri hafa stigið fram, þar á meðal starfsfólk þáttanna, sem segja hana leggja einhvern einn starfsmann fyrir á degi hverjum og nýju starfsfólki sé ráðlagt að „láta sig hafa það því að á morgun verði það einhver annar.“

Ellen sem er 62 ára hefur verið gift leikkonunni Portia DeRossi frá 2008 en hún er einna þekktust fyrir leik sinn í gamanþáttunum Arrested Development. Það þarf ekki að eyða orðum í að útskýra frægð Ellen DeGeneres en hún skartar líklega dýrustu sjálfu/selfie heims sem hún tók ásamt stóði af frægustu leikurum heims á Óskarsverðlaunahátíðinni 2014.

Kaldar kveðjur. Hollenska Youtube stjarnan Nikkie de Jager sem kallar sig NikkieTutorials varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún var gestur í þætti Ellen.

 

Sjálfan fræga frá Óskarnum 20147

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fréttavaktin: Katrín Jakobsdóttir boðar aðhald og grænni stóriðnaður

Fréttavaktin: Katrín Jakobsdóttir boðar aðhald og grænni stóriðnaður
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigríður lýsir yfir vantrausti á Heimildina – „Edda Falak bjó til falskan söguþráð sem varð henni til frama í fjölmiðlum“

Sigríður lýsir yfir vantrausti á Heimildina – „Edda Falak bjó til falskan söguþráð sem varð henni til frama í fjölmiðlum“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Björt íbúð í miðbænum á 39,9 milljónir

Björt íbúð í miðbænum á 39,9 milljónir
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Skagafjörður með eitt besta 5G samband á landinu

Skagafjörður með eitt besta 5G samband á landinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Uppfært: Ökumaðurinn hefur gefið sig fram

Uppfært: Ökumaðurinn hefur gefið sig fram

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.