fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. maí 2020 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laura Smith, 25 ára, er frá Michigan í Bandaríkjunum. Hún gefur enn sonum sínum, Joel og Bennett, brjóst allt að þrisvar sinnum á dag.

Joel er fimm ára og Bennett er tveggja ára. Hún fær reglulega að heyra það að „það sé ógeðslegt“ að hún sé enn að gefa Joel brjóst, en lætur það ekki stoppa sig. Fabulous Digital greinir frá.

Laura og synir hennar tveir.

Aldrei orðið veikir

Laura heldur því fram að synir hennar hafi aldrei fengið flensu né farið til læknis þökk sér næringunni úr brjóstamjólkinni. Hún vill losna við þá skömm sem hún segir að loði við brjóstagjöfina.

„Ég vil hvetja fleiri mæður til að gefa börnum sínum brjóst, sama hver aldur þeirra er. Synir mínir eru mjög heilbrigðir og við höfum sérstaka tengingu vegna hennar,“ segir hún.

„Ég held að ég myndi persónulega vilja hætta þegar þeir verða átta ára. En ef þeir myndu vilja halda áfram þá myndi ég ekki segja nei við þá. Þegar þeir eru tilbúnir að hætta þá gerum við það.“

Hún skilur ekki hvernig fólk getur verið á móti einhverju svona fallegu og náttúrulegu.

Algengt í hennar fjölskyldu

Móðir Lauru gaf henni og fjórum systkinum hennar brjóst þar til þau voru fjögurra og fimm ára gömul.

„Löng brjóstagjöf er algeng í minni fjölskyldu,“ segir hún og bætir við að eiginmaður hennar og fjölskylda hafa verið mjög stuðningsrík en þó hafi ekki allir vinir hennar hafa verið það.

Þegar yngri sonur Lauru fæddist, Bennett, varð Joel mjög afbrýðisamur.

„Það var mjög erfitt að segja nei við Joel þegar hann vildi brjóst, því ég þurfti að gefa Bennett. Fyrir það höfðum aðeins við tvö deilt þessu saman, þannig það var mikil afbrýðissemi. Ég held að Joel hafi verið afbrýðisamur út í nándina, frekar en mjólkina sem Bennett var að fá.“

Einstakt samband.

Laura segist stundum vera hikandi að gefa Joel brjóst á almannafæri. „Hann er orðinn svo stór og ég fæ virkilega illt auga frá ókunnugum. Sumir hafa sagt við mig að þetta sé ógeðslegt,“ segir hún.

„Mér finnst það mjög kjánalegt hvernig fólk getur verið svona á móti einhverju sem er svo fallegt og náttúrulegt. Ég forðast að gefa þeim brjóst í verslunarmiðstöðvum þar sem svo margt fólk er á ferli og ég nenni ekki þessu drama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sendiherra fór í hart við íslenska ríkið út af yfirvinnugreiðslum – Hafði ekki erindi sem erfiði og dómari lét hann heyra það

Sendiherra fór í hart við íslenska ríkið út af yfirvinnugreiðslum – Hafði ekki erindi sem erfiði og dómari lét hann heyra það
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum