fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Lesið í tarot Guðmundar: Ringulreið, einmanaleiki og ístöðuleysi

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 2. febrúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein stærsta frétt vikunnar var brotthvarf Guðmundar Gunnarssonar úr bæjarstjórastólnum í Ísafjarðarbæ. Ljóst er að öll kurl eru ekki komin til grafar í því máli og margt ósagt. Því ákvað DV að leggja tarotspil fyrir Guðmund til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Lesendum DV er bent á að þeir geta dregið sín eigin tarotspil á vef DV.

Svartsýni villir sýn

Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Guðmundi er Tunglið. Ringulreið einkennir líf hans og hann finnur fyrir einmanaleika, jafnvel ístöðuleysi. Hann hefur virkilega elskað að gegna stöðu bæjarstjóra og það er ekki með góðu sem hann hverfur á braut. Guðmundur hefur á tilfinningunni að hann ráði ekki við þessar breytingar en það er fjarri sanni. Hann má ekki staldra of lengi við í vonleysinu heldur rífa sig á fætur og takast á við framhaldið. Guðmundur er jákvæður að eðlisfari en þessar snöggu umbreytingar í lífi hans hafa vakið upp ójafnvægi og svartsýni innra með honum. Það getur villt honum sýn. Hann þarf að horfa betur í kringum sig og leyfa sér að njóta í núinu áður en hann stekkur á næsta starf. Framtíðin er björt og ekki tími fyrir leiðindi.

Próf fyrir næsta kafla

Næst er það Myntgosi. Það gæti farið svo að Guðmundi leiðist þann tíma sem hann slakar á og ákveður næstu skref. Hann verður hins vegar að sýna þolinmæði því þá uppsker hann. Hann má ekki missa móðinn því þessi ringulreið í lífi hans er eins konar próf þar til næsti kafli hefst. Þessi kafli er undirbúningur fyrir eitthvað stærra og meira, risastórt næsta skref sem Guðmundur er um það bil að taka. Guðmundur er duglegur, vinnusamur og metnaðarfullur. Hann stefnir hátt og nær árangri fyrr en síðar.

Flytur frá Ísafirði

Loks er það 6 sverð. Guðmundur mun ekki dvelja lengi fyrir vestan og flytur fljótt á næsta stað – stað sem ber með sér mikla möguleika og getur svalað metnaði hans. Eftir þennan leiðindakafla tekur nýr og stórkostlegur kafli við, laus við áhyggjur og vanlíðan. Guðmundur þarf samt að hafa hugfast að öll vandamál eru ekki leyst á einum degi heldur munu aðstæður lagast með tímanum. Möguleikar hans eru óendanlegir og Guðmundur veit að hann hefur hæfileika til að láta alla drauma sína rætast. Því má hann aldrei gleyma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.