fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025

Lesið í tarot Hildar: Byrjunin á einhverju stóru

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 18. janúar 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er á allra vörum. Hún hefur rakað til sín verðlaunum fyrir tónlistina í Jókernum og er tilnefnd til Óskarsverðlauna. DV fannst því tilvalið að lesa í tarot þessa hæfileikabúnts, en lesendur geta sjálfir dregið tarot á vef DV.

Nýtt og stærra verkefni

Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Hildi er Keisarinn. Hún er afar þroskuð í tónsköpun sinni og einnig dugleg, sjálfstæð og hokin af reynslu. Hún stendur nú frammi fyrir stórum og miklum tækifærum en hún verður að kanna möguleika framtíðarinnar vel og ekki stökkva á hvað sem er. Það er skipulag og hagkvæmni sem mun koma Hildi langt, en einnig hve vel hún skilur umhverfið og sjálfa sig. Hún raðar í kringum sig hæfileikaríku fólki sem hún lærir mikið af, en velferð náungans getur komið henni lengra en hana grunar. Nýtt og enn stærra verkefni er handan við hornið þegar Hildur er tilbúin.

Einrúmið

Næst er það Einbúinn. Í verðlaunastorminum hefur Hildur dregið sig markvisst út úr umhverfi sínu og sviðsljósinu. Það er eingöngu af hinu góða þar sem hún er að styrkja sjálfið. Hún finnur mikla þörf fyrir að vera í einrúmi og huga að sínum persónulegu þörfum því öll þessi athygli fellur henni ekki í kramið. Hún þarf að ná góðri jarðtengingu, tengingu við sitt innra sjálf og huga betur að eigin líðan. Hún treystir á innsæið og það mun koma henni á rétta braut.

Fer heim með styttuna

Loks er það Heimurinn. Farsæld er í nánd eftir Óskarsverðlaunin. Þá er líkt og hringur nái endum saman og Hildur fyllist af krafti og orku sem ýtir undir jafnvægi hennar og vellíðan. Hún mun uppskera eins og hún sáir. Hún mun fara heim með Óskarsstyttuna og sú ánægja sem fylgir smitar út frá sér. Enn fleiri tækifæri leita hana uppi um heim allan og hún fær loks að velja og hafna eins og henni sýnist. Hildur hefur náð miklum andlegum þroska og birta umlykur hana og verkefni hennar. Þetta er bara byrjunin á einhverju stóru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

ÍBV staðfestir kaup á Eiði Atla

ÍBV staðfestir kaup á Eiði Atla
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.