fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Meghan tilbúin að bera vitni gegn föður sínum

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 24. apríl 2020 19:38

Ekki náin lengur Gömul mynd af Thomas og Meghan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogaynjan Meghan Markle er að sögn The Daily Mail tilbúin að bera vitni gegn föður sínum í dómsmáli gegn bresku pressunni.

Meghan stendur nú í málaferlum við Associated Newspapers, eigenda miðlanna Sunday, Mail on og MailOnline vegna fréttar þar sem hlutar af handrituðu bréfi Meghan til föður hennar voru opinberaðir.

Lögmaður Meghan sagði fyrir rétti að Meghan hefði mátt þola gífurlegt persónulegt áfall og streitu vegna aðfarar pressunnar að henni og persónu hennar. Jafnframt gerði lögmaður hennar það ljóst að hún hefði fullan vilja til að gefa skýrslu fyrir dómi.

Dómsmálið hefur í erlendum miðlum verið kallað Markle gegn Markle, en faðir Meghan, Thomas Markle, er tilbúinn að bera vitni gegn dóttur sinni. Lögmenn Meghan hafa kallað Thomas lygara, hann hafi logið til um ástæðu þess að samband hans og Meghan hafi orðið stirt.

Thomas heldur því fram að hann hann hafði neyðst til að opinbera persónulegt bréf sem Meghan sendi honum, til að hreinsa nafn sitt í kjölfar þess að hann var útmálaður sem illmenni af bresku pressunni.  „Ég opinberaði aðeins hluta bréfsins, þar sem aðrir hlutar þess voru of sársaukafullir. Bréfið bar ekki með sér ást og mér fannst það verulega særandi“, sagði Thomas við the Mail á sunnudaginn.

Beri Meghan vitni þarf hún að svara fyrir það hvort hún hafi viljandi beðið vini sína að leka upplýsingum um bréfið til erlendra miðla til að ráðast að persónu föður síns. Þessir vinir hennar gæti einnig verið gert að bera vitni.

Meghan heldur því fram að fjölmiðlar hafi áreitt og notfært sér förður hennar, þrátt fyrir að hún hafi ekki talað við föður sinn síðustu tvö árin og veit þar af leiðandi ekki hvort faðir hennar sé sammála þeirri fullyrðingu.

Dómsmálið má rekja til þess að Meghan telur að brotið hafi verið gegn persónuvernd og friðhelgi einkalífs hennar þegar bréfið hennar var opinberað.

Frétt the Daily Mail

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.