fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025

Fengu „hötuðustu konu Bretlands“ til að taka á móti verðlaunum sem eru ekki til

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 31. janúar 2020 14:30

Katie Hopkins og Josh Pieters.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Katie Hopkins er afar umdeild og hefur verið kölluð „hataðasta kona Bretlands.“ Katie er þekkt fyrir andúð sína á innflytjendum og var til dæmis vikið frá störfum hjá breskri útvarpsstöð árið 2017 fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester sama ár. Twitter-reikningi hennar var nýlega lokað fyrir að brjóta reglur miðilsins um hatursorðræðu.

Suður-afríska YouTube-stjarnan og hrekkjalómurinn Josh Pieters hrekkti Katie Hopkins á dögunum. Hann bauð henni til Prag til að taka á móti verðlaunum frá samtökunum Cape Town Collective for the Freedom of Speech. En bæði samtökin og verðlaunin „Campaign to Unify the Nation Trophy“ eru ekki til. Josh valdi þetta nafn vegna skammstöfunarinnar; C.U.N.T.

The trophy Hopkins was presented with. Picture: YouTube

Josh deildi myndbandi á YouTube í gær þar sem áhorfendur fá að fylgjast með öllu ferlinu frá byrjun til enda. Það er einnig sýnt frá verðlaunakvöldinu sjálfu þökk sér nokkrum földum myndavélum. Kvöldverðurinn var haldinn á Four Seasons-hóteli í Prag. Josh og vinur hans Archie voru viðstaddir kvöldverðinn ásamt nokkrum leikurum. Þau borða, drekka og skemmta sér og síðan er Katie heiðruð. Hún heldur þakkaræðu sem er vægast sagt hlaðin fordómum.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Myndbandið hefur fengið yfir 1,2 milljón áhorf síðastliðinn sólarhing. Katie hefur ekki tjáð sig um það, enda er nýbúið að loka fyrir Twitter-reikning hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.