fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Sigurjóni var nauðgað af konu: „Það allra versta var þegar ég náði honum ekki upp“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 16. desember 2019 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þið viljið birta þessa frásögn mína þá held ég að hún gæti kannski hjálpað einhverjum öðrum sem hefur lent í svipuðu, eða hjálpað fólki að skilja aðstöðu þeirra sem er jaðarsettir og kerfið hefur enginn úrræði fyrir.“

Svona hefst bréf sem DV barst frá manni sem kýs að koma fram nafnlaus. Við köllum hann Sigurjón. Sigurjón varð fyrir kynferðisofbeldi þegar hann var nítján ára. Við birtum hér frásögn hans.

„Mér var nauðgað af konu, oft þegar ég var 19 ára. Ég var á götunni og hafði í fá og stundum engin hús að vernda.

45 ára gömul drykkjukona, sem bjó hliðiná mér og barnsmóður minni áður en ég sökk í heljargrip, reyndi mikið að fá mig til sín með loforðum um dóp og gistingu. Ég lét mig alltaf hverfa þegar hún leitaði á mig því ég laðaðist ekki að henni.

Hún var á svipuðum aldri og mamma, en þegar vetrarharkan var sem verst úti og ég búin að vera á vergangi svo dögum skipti gat hún nýtt sér þær aðstæður. Hún var voða næs fyrst en þegar það tók að kvölda og veðrið brjálað kom krafan um kynlíf, já eða að drulla sér út.

Ég held það sé mjög erfitt fyrir meðalmanninn að skilja þessar aðstæður, ég lét mig hafa það að ríða henni og leið mjög ógeðslega á meðan. Ég skildi ekki þennan sviða og sting í sálinni. Það allra versta var þegar ég náði honum ekki upp og hún heimtaði að fá að sjúga mig í gang, sem gekk ekki. Hún reyndi og reyndi í kannski 2-3 tíma og hótaði mér inn á milli að henda mér út ef þetta gengi ekki hjá mér.

Hún reyndar henti mér ekki út, en hún svívirti mig alla nóttina, kallaði mig getulausan aumingja og homma margoft, það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég skildi að þarna í þessari íbúð var mér í raun nauðgað, í nokkur skipti. Mér líður ennþá mjög illa yfir þessu og ég skammast mín of mikið til að ræða þetta við vini eða fjölskyldu. Ég ræddi þetta til dæmis aldrei í þau 5 ár sem ég var í sambandi.

Það er ógeð að nýta sér yfirburðastöðu á þennan máta, þetta breytti mér varanlega og ég erfitt með nánd. Mig grunar að fleiri karlmenn hafi lent í þessu en fólk almennt áttar sig á.“

Karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi geta leitað til Stígamóta.

Hægt er að panta tíma með því að hringja í síma 562-6868. Einnig er hægt að panta tíma með því að senda póst á stigamot@stigamot.is eða að hafa beint samband við ráðgjafa með tölvupósti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.