fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Kærastinn hringdi óvart í hana á versta mögulega tíma

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 12. desember 2019 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver hefur ekki lent í því að hringja óvart í einhvern þegar síminn er í vasanum? Það gerðist fyrir einn karlmann á versta mögulega tíma. Kærastan hans segir frá því í bréfi til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Ég komst að því að kærastinn minn væri að hitta aðra konu þegar hann hringdi óvart í mig. Hann var á stefnumóti með henni og ég heyrði allt,“ segir konan.

„Við höfum verið saman í 5 ár. Hann er 33 ára og ekki mikið eldri en elsta dóttir mín. Ég er 49 ára og skilin. Ég á þrjár dætur, sem eru 31 árs, 28 ára og 26 ára. En ég hef aldrei kynnt elskhugann minn fyrir þeim, þar sem ég bjóst ekki við að samband okkar myndi endast svona lengi.“

Hún segir að til að byrja með snerist samband þeirra bara um kynlíf en með tímanum breyttist það.

„Ég ber raunverulegar tilfinningar til hans núna og hann hefur sagst elska mig. Vandamálið er að hann hefur alltaf sagt að hann vilji eiginkonu og börn – og hann er nú kominn á þann aldur að honum finnst hann þurfa að byrja að leita,“ segir konan.

„Ég var mjög sár og reið að hann fór á þetta stefnumót án þess að segja mér frá því. Við áttum mjög erfitt samtal sem endaði á því að ég gekk í burtu og sagði að þetta væri búið. Ég skil að hann sé stressaður yfir því að þurfa að fara að stofna fjölskyldu en ég skil ekki af hverju hann þurfti að hitta einhvern í laumi.“

Konan segir að þau hafi rætt málin og grátið mikið sama. Þau ákvaðu að byrja að hitta hvort annað aftur.

„Hann segist ekki vilja sleppa mér og hann hafi aldrei liðið svona gagnvart konu áður. Hann veit að ég ætla ekki að bíða eftir honum á meðan hann leitar að annarri yngri konu. Hann segist ekki geta sleppt því sem við höfum fyrir eitthvað sem er kannski ekki til. Við erum bæði ástfangin en mér finnst eins og hann ætli að halda valmöguleikum sínum opnum og halda áfram að hitta hina konuna í laumi. Hann lofaði að hann myndi ekki gera það, en hver veit?“

Þetta er nú meira vandamálið. Deidre svarar:

„Þetta hefur verið sjokkerandi uppgötvun fyrir þig. Á meðan það er gaman þegar svona yngri maður hefur áhuga á þér – og samband getur gengið upp þrátt fyrir mikinn aldursmun – þá hefur hann sýnt að honum er ekki treystandi. Ég er viss um að hann sé einlægur þegar hann segist elska þig. En hann er á mismunandi stað í lífinu þar sem þú getur ekki gefið honum það sem hann skiljanlega vill til langtíma – fjölskyldu.

Hugsaðu einnig um börnin þín sem eru á svipuðum aldri og hann. Ef þú kynnir þau þá gætirðu komist að því að þau séu ekki mjög ánægð með samband ykkar.

Ég held að þú vitir það innst inni að þetta samband sé á lokametrunum. Haltu í góðu tímana en þér á eftir að líða betur ef þú tekur stjórnina og endar sambandið frekar en að vera særð aftur.“

Hvað segja lesendur, á hún að enda sambandið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.