Svefntækni sem þróuð var af bandaríska hernum getur hjálpað þér að sofna á rúmum tveimur mínútum. Margir eiga erfitt með að sofna á kvöldin og sýna tölur frá Embætti landlæknis að meðalsvefn landsmanna hefur styst verulega á síðustu sextíu árum. Sefur þriðjungur Íslendinga 6 klukkustundir eða minna að jafnaði.
Svefn er mikilvægur fyrir margra hluta sakir, svefnleysi getur aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum, sem og öðrum heilsufarsvandamálum. Í djúpsvefni á sér stað gríðarlega virkt ferli þar sem heilinn hreinsar út notuð boðefni dagsins og undirbýr nýjan dag, þar fer fram bæði endurnýjun og viðgerð á frumum. Í draumsvefni er virkjað ferli þar sem unnið er úr upplýsingum dagsins og lærdómur festist í minni.
Tæknin til að ná að sofna á aðeins tveimur mínútum er eftirfarandi, samkvæmt skýrslu hersins var árangurinn 96% eftir sex vikna æfingar.
Slakaðu á öllum vöðvum í andlitinu. Tungan, kjálkinn og vöðvana í kringum augun.
Færðu axlirnar eins langt niður og þú getur. Slakaðu svo á öðrum handleggnum, svo hinum.
Andaðu út. Slakaðu í brjóstkassanum og færðu slökunina neðar. Að lokum hefur þú slakað á öllum líkamanum.
Þegar þú hefur slakað í tíu sekúndur þá áttu að hætta að hugsa. Ekki hugsa um neitt.
Ef þú getur ekki hætt að hugsa þá getur þú endurtekið orðin „ekki hugsa“ í 10 sekúndur.
Ef það er engin leið fyrir þig að hætta að hugsa á getur þú ímyndað þér að þú liggir í kanó á rólegu stöðuvatni með ekkert nema heiðskýran himinn fyrir ofan þig.
Þú mátt einnig ímynda þér að þú liggir í hengirúmi úr flauel í dimmu herbergi.