fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026

„Ég er ekki móðir hennar, ég er elskuhugi hennar“ – 37 ára aldursmunur

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julia Zelg er 24 ára og býr í London. Hún er áhrifavaldur og nýtur mikilla vinsælda á YouTube og Instagram. Eiginkona hennar, Eileen De Freest, er 61 árs.

Julia opinberaði samband sitt við Eileen í myndbandi á YouTube og vakti það vægast sagt hörð viðbrögð. Fjölmargir gagnrýndu aldursbilið á milli þeirra. Þær segja frá þessu í þætti fyrir Barcroft TV. Það er einnig fylgt þeim eftir þegar þær heimsækja móður Juliu í fyrsta skipti. Móðir Juliu er 53 ára, átta árum yngri en kærastan hennar.

„Sumum finnst það smá skrýtið að móðir mín er nokkrum árum yngri en Eileen,“ segir Julia.

„Við fáum neikvæð viðbrögð vegna aldursmunar okkar, en líka vegna þess að við erum lesbíur,“ segir Eileen.

Hjónin.

Heimsóknin til móður Juliu gekk vel. „Ég hefði ekki ímyndað mér Juliu með kærustu sem væri svona miklu eldri, en fyrir mér er þetta ekkert vandamál. Ég hafði gaman af því að hitta Eileen. Það að Julia sé hamingjusöm skiptir mestu máli,“ segir mamma Juliu.

Mæðgurnar og Eileen í faðmlögum. Mynd: Skjáskot/YouTube

Julia segir að það hafi komið henni á óvart hvað Eileen væri kynferðislega virk.

„Ég hélt að flestar eldri konur væru ekki mjög kynferðislega virkar eða hefðu ekki það mikinn áhuga í kynlífi. En ætli mér hafi ekki skjátlast,“ segir Julia.

„Við Julia eigum stórkostlegt kynlíf. Ég hef aldrei verið með neinni jafn spennandi og hún og svona skemmtilegri,“ segir Eileen.

Þær hafa gengið í það heilaga síðan myndbandið frá Barcroft TV kom út.

https://www.instagram.com/p/B0eTffMnBD1/

https://www.instagram.com/p/B0mMK7BHwS3/

https://www.instagram.com/p/Bz6IHOmH3aN/

Julia er mjög dugleg að deila myndum af sér og eiginkonu sinni á Instagram.

https://www.instagram.com/p/B0baicyn848/

https://www.instagram.com/p/B3CxvRjHaO-/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Konan sem slátraði Jésú látin – Óvænt ein vinsælasta mynd heims

Konan sem slátraði Jésú látin – Óvænt ein vinsælasta mynd heims
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

„Einn af fáum sem ég nenni að hlusta á tala um fótbolta“

„Einn af fáum sem ég nenni að hlusta á tala um fótbolta“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Goddur lést á Biskupstungnabraut

Goddur lést á Biskupstungnabraut
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kvartaði yfir mismunun og stjórnarskrárbrotum í heilbrigðiskerfinu

Kvartaði yfir mismunun og stjórnarskrárbrotum í heilbrigðiskerfinu
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.