fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Þess vegna ættirðu aldrei að borða mat sem fluga hefur komist í snertingu við

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 2. nóvember 2019 22:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú ert að gera þig reiðubúinn til að borða þessa girnilegu samloku fyrir framan þig. Skyndilega sérðu flugu sveima yfir matnum, hún lendir á samlokunni en flýgur svo á brott jafn skjótt og hún kom. Líklega læturðu þig hafa það að borða samlokuna, ekki satt?

Samkvæmt rannsókn vísindamanna við Pennsylvania State University í Bandaríkjunum, Nanyang Technological University í Singapúr og Federal University í Rio de Janeiro í Brasilíu, ætti fólk alls ekki að borða mat sem fluga hefur komist í snertingu við. Flugur bera nefnilega með sér fleiri sjúkdóma og pestar en okkur hafði grunað.

Vísindamennirnir skoðuðu örveruflóru 116 flugna af tegund maðka- og húsflugna um víða veröld. Samkvæmt niðurstöðunum má finna nokkur hundruð tegundir af bakteríum á löppum og vængjum meðalflugunnar, stundum minna en stundum meira. Þessar flugur hafa stundum komist í snertingu við allskonar ófögnuð; saur, hræ af dýrum eða úrgang af einhverju tagi.

Bakteríur sem flugurnar taka með sér eiga svo auðvelt með að smitast á annað yfirborð, til dæmis mat. Í niðurstöðum vísindamannanna kemur fram að flugur séu einskonar loftskutlur fyrir bakteríur og í raun hið fullkomna farartæki fyrir bakteríur að dreifa úr sér.

Ein tegund bakteríu sem vísindamennirnir fundu heitir Helicobacter pylori, sem getur valdið magabólgum og magasári. Það hversu mikið magn baktería er að finna á flugum fer að nokkru leyti eftir því umhverfi sem þær dvelja í; þannig voru að jafnaði fleiri skaðlegar bakteríur á flugum sem veiddar voru í borgum en flugum sem veiddar voru á strjálbýlum svæðum.

Lærdómurinn af þessari rannsókn er samt sá að húsflugur eru ekki eins saklausar og margir halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.