fbpx
Mánudagur 21.september 2020

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 14. september 2019 09:30

Tómas og Margrét. Mynd: Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærustuparið Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eiga von á sínu fyrsta barni saman hvað úr hverju. Margrét og Tómas eru búin að vera saman í rúm tvö ár og hamingjan geislar af þeim. Því ákvað DV að lesa í stjörnuspekina og sjá hvernig tilvonandi foreldrarnir eiga saman.

Það er gaman að segja frá því að Margrét og Tómas eiga afmæli með eins dags millibili og eru bæði í stjörnumerki nautsins. Þegar tvö naut koma saman í ástarsambandi er sambandið munúðarfullt og stabílt – eitthvað sem nautin dýrka. Naut leggja nefnilega mikið upp úr kynlífi og öryggi, sem og einkvæni, góðum mat og alls kyns öðrum nautnum lífsins. Þegar tvö naut fella hugi saman getur það samband hæglega enst ævina á enda.

Naut virða langanir annarra nauta og reyna sitt besta til að uppfylla allar þeirrar þrár og drauma. Margrét og Tómas eru bæði mjög heillandi, sjarmerandi og þokkafull að eðlisfari en geta hins vegar verið mjög þrjósk og liggja ekki á skoðunum sínum. Þá er einnig hætta á að afbrýðisemi sé mikil hjá nautum.

Margrét og Tómas þurfa að læra að vera sammála um að vera ósammála og gera sér grein fyrir að þetta samband sé of gott til að kasta því fyrir róða út af smávægilegu rifrildi og skoðanaskiptum. Þegar tvö naut koma saman heimta þau einkvæni og það kemur nautum ekkert meira í uppnám en framhjáhald. Hins vegar er það afar sjaldgæft þegar tvö naut koma saman þar sem þau eru svo áreiðanleg, staðföst og umfram allt, elska maka sinn alltof mikið til að rústa því öryggi og hlýju sem hann veitir.

Margrét
Fædd: 25. apríl 1984

-þolinmóð
-áreiðanleg
-traust
-ábyrg
-þrjósk
-þolir ekki breytingar án fyrirvara

Tómas
Fæddur: 24. apríl 1991

-tryggur
-praktískur
-flippaður
-stöðugur
-ekki til í málamiðlanir
-þrjóskur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Bandaríkin hefja refsiaðgerðir gegn Íran á nýjan leik og hóta aðildarríkjum SÞ

Bandaríkin hefja refsiaðgerðir gegn Íran á nýjan leik og hóta aðildarríkjum SÞ
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Klopp setur veskið ofan í skúffu

Klopp setur veskið ofan í skúffu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Vísbendingar um að faraldurinn sé aftur á niðurleið – „Ánægjulegt að sjá þessa fækkun“

Vísbendingar um að faraldurinn sé aftur á niðurleið – „Ánægjulegt að sjá þessa fækkun“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Djammið enn í pásu – Pöbbum lokað til 27. september

Djammið enn í pásu – Pöbbum lokað til 27. september
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Búist við því að Arsenal kynni Rúnar Alex síðar í dag

Búist við því að Arsenal kynni Rúnar Alex síðar í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Freyr og Margrét um nýja Samgönguráðherrann: „Það er enginn jafn kynþokafullur“

Freyr og Margrét um nýja Samgönguráðherrann: „Það er enginn jafn kynþokafullur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jói Fel um erfiðleikana – „Eitthvað gæti gerst í vikunni“

Jói Fel um erfiðleikana – „Eitthvað gæti gerst í vikunni“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.