fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Kim Kardashian endurnefnir nýja fyrirtækið eftir að hafa verið harðlega gagnrýnd

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir minna en viku síðan tilkynnti Kim Kardashian að hún væri að byrja með nýja línu af aðhaldsfötum sem fékk nafnið Kimono.

„Loksins get ég deilt þessu verkefni með ykkur. Það hefur verið í þróun síðastliðið ár. Ég hef haft mikla ástríðu fyrir þessu í fimmtán ár. Kimono eru aðhaldsföt og lausnir fyrir konur sem virka í raun og veru,“ sagði raunveruleikastjarnan á Twitter snemma í síðustu viku.

Hún var harðlega gagnrýnd fyrir nafnið, Kimono, og sögð hafa tekið nafnið (e. culturally appropriated) úr japanskri menningu, en kimono eru japönsk klæði.

Tveimur dögum eftir að Kim tilkynnti aðhaldslínuna ákvað hún að svara gagnrýninni.

„Ég skil og hef mikla virðingu fyrir mikilvægi kimono í japanskri menningu og ég hef engin plön til að hanna eða senda út frá mér einhver klæði sem myndu líkjast kimono eða óvirða klæðin,“

sagði Kim í yfirlýsingu við The New York Times.

„Ég tók þá ákvörðun að nefna fyrirtækið mitt kimono, ekki til að aftengja orðið frá japönskum rætum þess heldur sem vísun í fegurðina og smáatriðin sem fara í klæði […] Lausnamiðaða merkið mitt er búið til fyrir alla og er í grunninn fjölbreytt og ég er ótrúlega stolt af því sem er á leiðinni.“

Það leit út fyrir að Kim ætlaði að standa með nafninu en aðeins nokkrum dögum seinna ákvað Kim að taka til Twitter og gefa út þessa yfirlýsingu:

„Að vera frumkvöðull og minn eigin yfirmaður hefur verið rosalega gefandi áskorun. Það sem hefur gert það mögulegt í öll þessi ár eru bein samskipti mín við aðdáendur mína og almenning. Ég er alltaf að hlusta, læra og þroskast – þannig ég kann að meta ástríðu fólks og mismunandi sjónarhorn þeirra. Þegar ég tilkynnti nafnið á aðhaldsfatalínunni minni, ég gerði það af góðum ásetningi. Vörumerki mitt og vörur eru gerðar fyrir alla og er fjölbreytni þar í grunninn. Eftir að hafa hugsað um þetta vel go vandlega þá hef ég ákveðið að endurnefna fyrirtækið mitt.“

Kim sagði ekki hvað hún ætlar að nefna fyrirtækið en sagði að hún myndi vera „í sambandi bráðlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.