fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Fimm leiðir að gera samband betra – Ekki ljúga til að halda friðinn

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. maí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Sternberg, er hjóna og pararáðgjafi, en hann segir algengt að sjá pör gera sömu mistökin aftur og aftur í samböndum sínum. Flest þessara mistaka felast í samskiptaleysi. David útbjó fimm meginreglur fyrir pör sem vilja bæta samband sitt.

Biddu en ekki skipa
Þegar samband er komið í ákveðinn farveg er ekki óalgengt að maki biðji ekki heldur skipi fyrir og oft er það ómeðvitað. Dæmi ,,farðu út með ruslið“ ,,settu setuna niður þegar þú ert búinn á klósettinu,“ eru setningar sem flestir kannast eflaust við. Myndi maður tala svona við vin sinn eða vinkonu? Að öllum líkindum ekki. Prufaðu að segja ,,Viltu fara út með ruslið og viltu muna að setja setuna niður,“ hljómar betur ekki satt?Talið af virðingu við hvort annað og munið að þakka hvoru öðru fyrir, en án þess að fara út í öfgar.

Hlustaðu
Þegar maki þinn hefur eitthvað að segja þá er það ekki bara röfl. Öll höfum við þörf fyrir að tjá okkur og að á okkur sé hlustað. Sýndu maka þínum þá lágmarks-virðingu að taka augun af sjónvarpinu eða tölvuskjánum þegar talað er og hlustaðu. Það skilar ykkur betra og traustara sambandi á endanum.

Hrósaðu
Það er varla hægt að hrósa of mikið. Mundu eftir að hrósa maka þínum reglulega. Það er fátt ömurlegra þegar fólk er orðið eins og hluti af innréttingu heimilisins.

Stundið kynlíf
Það er engin mýta að kynlíf styrki samband elskenda. Reglulegt kynlíf þar sem þið tjáið ykkur bæði hispurslaust um það sem ykkur þykir gott er bara til að styrkja sambandið og kynlífið.

Heiðarleiki
Ekki segja það sem þú heldur að maki þinn vilji heyra. Segðu það sem þú meinar og raunverulega vilt og þá munu öll samskipti vera auðveldari. Ekki ljúga til að halda friðinn, það er bara plástur á vandamál sem mun að öllum líkindum springa í loft upp af meiri krafti en þig hefði nokkrun tíman grunað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.