fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Klappstýrunni leið illa í miðri keppni – Stuttu síðar var hún látin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 14:30

Lilliana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilliana Schalk, klappstýra frá Norður-Kentucky í Bandaríkjunum, er látin, aðeins þrettán ára að aldri. Andlát Lilliönu hefur vakið mikla athygli vestan hafs, en hún þótti afar upprennandi klappstýra með framtíðina fyrir sér í faginu.

Það er einna helst út af dánarorsök Lilliönu að mál hennar vekur athygli. Lilliana var að keppa á klappstýrumóti í febrúar og leið illa í miðri keppninni. Faðir hennar fór með hana á bráðamóttökuna eftir að hún kvartaði undan verkjum í mjaðmagrindinni og sagði aðra höndina vera dofna. Í kjölfarið versnaði ástand Lilliana mikið á stuttum tíma, allt þar til hún lést.

Nú sýna niðurstöður krufningar að Lilliana lést úr streptókokka. Í tilkynningunni frá fjölskyldu klappstýrunnar, sem sagt er frá á vef Heavy, kemur fram að sýkingin hafi lamað ónæmiskerfi hennar án nokkurrar viðvörunar.

„Við vissum að þessi skýrsla væri væntanleg og erum í sannleika sagt tvístígandi yfir þessu. Þetta breytir annars vegar engu fyrir okkur en á hinn bóginn myndum við ekki óska neinum að lenda í þessari martröð. Kannski getur þessi skýrsla hjálpað til við að koma í veg fyrir að svipað gerist fyrir aðra. Lilliana myndi sannarlega hjálpa ef hún gæti þannig að þetta er bara framlenging á anda hennar,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.