fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Átta útgáfur af barnamyndum sem þú ættir aldrei að setja á netið

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 21:00

Og hana nú!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt meira áberandi á samfélagsmiðlum en myndir af litlum börnum, við hinar ýmsu aðstæður þrátt fyrir að fjölmargir sérfræðingar, í málefnum barna, hafi talað á móti því.

Flestir foreldrar taka upp símann þegar barnið krúttar yfir sig, og setja myndirnar á Facebook, Instragram, eða aðra samfélagsmiðla, í þeim tilgangi að fá viðbrögð frá vinum og vandamönnum.

Það sem fæstir gera sér þó grein fyrir er að þegar myndin er kominn inn á samfélagsmiðla þá á miðilinn myndina. Sömuleiðis geta myndirnar ratað í rangar hendur.

Hér að neðan má sjá 8 tegundir af myndum sem þú ættir aldrei að setja á veraldarvefinn:

Mynd af barninu með munninn fullan af mat

Mörgum foreldrum finnst það krúttlegt þegar andlitið, munnurinn, jafnvel hár og klæðnaður barnsins er útataður í mat. En það er ekkert sérstaklega skemmtileg fyrir barnið, sérstaklega þegar það eldist, að sjá myndir af sér við þessar aðstæður.

Hópmynd með öðrum börnum

Aldrei, aldrei setja mynd af annarra manna börnum á netið, án þess að vera búin/n að fá leyfi til þess áður.

Mynd af barni á klósettinu

Þú myndir væntanlega ekki vilja sjá mynd af þér sitjandi á klósettinu, hvað þá barnið þitt.

Mynd af barninu þegar það er veikt

Það getur verið freistandi að sýna mynd af veika barninu til að fá smá samúð frá umheiminum. En vittu til, þú myndir sjálf/ur ekki vilja að nánast hver sem er ætti kost á því að sjá þig upp á þitt versta.

Mynd af barni sem er í vondu skapi, reitt eða leitt

Margir brosa út í annað þegar lítið barn grætur og öskrar úr sér lungun yfir mótlæti lífsins. Það getur jú verið skoplegt en á sama tíma þarf ekki að deila því með öllum þegar við förum í vont skap.

Mynd af nöktu/hálf nöktu barni

Hvort sem þú ert með prívat aðgang, eða ekki, þá ættir þú aldrei að deila myndum af barninu þínu í litlum eða engum fötum.

Myndir sem þú myndir sjálf/ur ekki vilja hafa af þér á netinu

Þumalputtareglan er sú að þú ættir að spyrja sjálfa/n þig hvort þú myndir birta viðkomandi mynd af sjálfum þér áður en þú lætur hana inn á veraldarvefinn.

Barn að borða ís

Það virkar sakleysislegt að setja mynd af litla krúttinu sínu, sleikjandi íspinna, á netið. En mörg dæmi eru um að slíkar myndir hafi ratað í rangar hendur og íspinnanum skipt út, á myndinni, fyrir eitthvað allt annað og ógeðslegra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“