fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Hún „rændi“ syninum til að sleppa frá ofbeldismanni: „Faðir þinn ýtti mér, hélt mér niðri, reif þig úr faðmi mínum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 23:29

Katherine og sonur hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Katherine Jinyi Li skrifaði þennan pistil á vef HuffPost og við urðum að deila honum.

Kæri sonur,

Þegar ég sæki þig í skólann þessa dagana spyrðu: Hvar er pabbi? Feður bekkjarfélaga þinna búa til nesti handa þeim, taka þátt í foreldradögum með því að kenna körfubolta eða tónlist. Þeir spyrja um pabba þinn þannig að þú spyrð mig. Og einn daginn, þegar við erum bæði tilbúin, er þetta sagan sem ég mun segja þér.

Þegar faðir þinn lét hnefana dynja reiðilega á bakhurðina átti ég í erfiðleikum með að hvísla réttu orðin á portúgölsku vegna slagkraftsins í blóðinu í eyrunum mínum.

„Ég heyri ekki það sem þú ert að segja,“ sagði manneskjan á símanum, pirruð og búin að vinna alltof mikið, klukkan þrjú að nóttu. Hún hvæsti á mig og lagði á. Í örvæntingu minni hringdi ég aftur í 180, neyðarlínu vegna heimilisofbeldis í Brasilíu. Neyðarlínan var opnuð árið 2006 vegna Maria de Penha-laganna, sem juku refsingar vegna heimilisofbeldis og færðu fórnarlömbum vernd. Þetta var sama löggjöfin og veitti mér innblástur – þegar ég var ólétt og á þriggja mánaða vegabréfsáritun – að flytja frá Bandaríkjunum og til þessa lands. Sem blaðamaður langaði mig að skilja hvernig slíkar lagasetningar virkuðu fyrir konur og svart og brúnt fólk í landi sem bjó yfir jafn dökkri sögu um þrælahald og ofbeldi gegn konum og Bandaríkin. Nu virtist ástæða mín fyrir að flytja til Brasilíu vera jafn veikburða og þunnar viðarflísarnar sem faðir þinn hótaði að brjóta upp á hverri stundu.

Hann var ævareiður yfir því að ég hafði snert símann hans og séð fjölda skilaboða sem hann hafði sent til annarra kvenna í nágrenni São Paulo. Hann knæfði yfir mér og hreytti í mig móðgunum spígsporaði reiðilega í kringum mig. Eftir að hann strunsaði út úr húsinu læsti ég í flýti. Í örvæntingu minni gekk ég um litla svefnherbergið okkar á meðan minni útgáfa af þér hraut í rúminu, algjörlega ómeðvitaður um minningarnar sem fóru í gegnum huga mér.

Minningar eins og…

Ég móð á gólfinu á meðan faðir þinn kýldi mig í magann og reyndi með allri þyngd sinni að neyða þriggja mánaða ófætt fóstrið úr líkama mínum af því að ég vildi hitta vin og fara í göngutúr í garðinum. Hann vafði fingrum sínum um hálsinn minn og síðan leðurbelti um sinn eigin háls til að gera eitthvað sem ég virkilega man ekki eftir. Hann ýtti mér harkalega í skærappelsínugula sófann okkar og sparkaði í hægra lærið mitt með þeim afleiðingum að húð mín var alsett fjólubláum blettum eins og vatnsblandað vín. Ég vappaði um tómar götur grárrar borgar sem var suður af heimili mínu á mínum fyrstu hlýju jólum. Alein og átta mánaða gamall þú búinn að hringa sig inn í útþöndum maga mínum.

Þegar faðir þinn fann mig er ég beygði mig yfir tröppurnar á Metrô Sacomã-stöðinni og lyfti höku minni af hnefum mínum með hrjúfum fingurgómum og lofaði að standa sig betur fyrir fjölskylduna okkar. Akkúrat þar, þar sem við hittumst á okkar fyrsta stefnumóti mörgum árum áður, safnaði ég saman allri ástinni sem ég átti eftir fyrir þennan herðabreiða mann með stóra hjartað, sem hafði fært mér svo mikla gleði en valdið mér svo miklum sársauka. Óttinn dvaldi með þessari ást.

Konurnar í fjölskyldunni refsuðu henni

Síðan kviknaði í endalausa flugeldinum í klofi mínu er líkami minn klofnaði í tvennt til að færa þungt og sársaukafyllt líf inn í þennan heim. Þú – slímug, hrukkótt, blóðug vera sem öskraði eins hátt og hún gat, eins og þú vissir um reiðiöskrin sem ég hreytti í föður þinn á meðan þú dafnaðir inni í mér. Úrlausn þessara ofbeldisfullu rifrildi er ég vandist svefnlausum nóttum í móðurhlutverkinu. Hjalið og spörkin í takt við trommur karnivalsins. Kakósmjörstær sem voru kysstar af hvítum sandi í hlýju Atlantshafinu. Súkkulaðikaka með kókosfyllingu sem var bökuð fyrir þitt fyrsta afmæli og 29 ára afmæli föður þíns.

Döpru augu frændsystkina þinna sem vissu allt, er þau fylgdust með mér hylja andlit mitt eftir móðganir föður þíns og þerruðu tárin af kinnum mínum með þykkum lófum sínum. Sumar kvennanna í fjölskyldu þinni að refsa mér fyrir marblettina, blágrænu og fjólubláu sletturnar á handleggjum mínum – sem ég fékk því ég var erfið á þessum streitumikla tíma sögðu þær og vegna þess að ég gat ekki fullnægt karlmennskuegóinu bæði í rúminu og utan þess…

Ég lokaði augum mínum með þessar minningar í hausnum á meðan að síminn hélt áfram að hringja í hendi minni.

Skýringarmyndin

Ég kallaði fram einfalda mynd í huga minn, skýringarmynd sem ég rakst á þegar ég vafraði um Facebook-síðu mína. Hringur með þremur punktum sem voru tengdir með bogadreginni ör: hringur. Fasi 1: Spennan magnast. Annar aðilinn einangrar hinn frá vinum og fjölskyldu, hótar ofbeldi, beitir andlegu ofbeldi, eyðileggur eigur eða lætur hinn aðilann vera fjárhagslega háður sér. Fórnarlambið byrjar að lifa í stöðugum ótta við ofbeldismanninn.

Fasi 2: Ofbeldissprengjur. Högg, kæfing, ofbeldi með orðum, sjálfsskaði í viðurvist makans. Fórnarlambið verndar sig og börnin sín, reynir að hringja á lögregluna, reynir að yfirgefa staðinn þar sem ofbeldið á sér stað. Slær til baka.

Fasi 3: Hveitibrauðsdagarnir. Eftirsjá, biður um fyrirgefningu, játar ást sína, gefur gjafir, lofar að meiða aldrei aftur. Fórnarlambið snýr aftur til ofbeldismannsins, gæti stöðvað ákærumál, leitar að hjálp fyrir makann, vill halda áfram. Rólegt tímabil getur komið áður en spennan magnast aftur og hringurinn endurtekur sig.

Mæðginin.

Þessi skýringarmynd opnaði augu mín í fyrsta sinn fyrir hversu úthugsað þetta fangelsi sem samband mitt við föður þinn var. Útreikningur sem hafði færst niður á milli kynslóða í þessum sama hring, valdtöku og vald yfir einhverjum sem var talinn vera veikara kynið. Ofbeldismaðurinn var jafnmikið fórnarlamb eitraðrar karlmennsku og þolandinn.

Ég tók eftir hvernig hann einangraði mig frá samfélaginu með því að stofna til rifrilda í hvert sinn sem ég ákvað að hitta einhvern annan en hann. Sagði mér að honum líkaði ekki við hvernig manneskja ég var með vinum mínum. Svo voru það fjölmörgu hveitibrauðsfasarnir auðvitað sem urðu sífellt styttri og litaðir af óvild. Hann rústaði þeim andlega styrk sem ég þurfti til að vinna nokkur störf – allt frá því að kenna blaðamennsku í að taka upp tónlistarmyndbönd, á milli brjóstagjafa og lúra.

Fyrir manneskju sem bjó sem útlendingur í Brasilíu gat verið erfitt að opna bankareikning. Sem blaðamaður í hlutastarfi þurfti ég að biðja vinnuveitendur mína um að borga mér í gegnum kennitölu hans og inn á hans bankareikning, sem ég hafði ekki aðgang að. Ég átti aðeins reiðufé sem ég faldi í nærfataskúffunni minni til að eyrnamerkja þeim mörgu lögfræðingum sem ég ráðfærði mig vita yfir nokkurra mánaða tímabil.

Ég hugsaði um þessa skýringarmynd um heimilisofbeldi aftur og aftur. Fyrst fékk ég áfall. Hvernig gátu nokkrar örvar lýst því sem var að gerast á heimili mínu af svo mikilli nákvæmni? Síðan tók ég ákvörðun. Þetta var hringur sem hefur áhrif á eina af hverjum þremur konum á heimsvísu samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni. Ég gerði mér grein fyrir að ég var ekki sú eina sem var hrædd og örvæntingarfull. Þegar ég gat lýst aðstæðum mínum með orðum fékk ég hugrekki til að komast út úr þeim. Að hlaupa.

„Ég þarf samastað í nótt“

Ég var óttaslegin en vongóð um svör manneskjunnar á símanum með hverjum vöðva í kviði mínum. Ef faðir þinn heyrði mig hringja í gegnum þunna bakhurðina myndi reiði hans magnast upp, sem myndi skapa verra helvíti fyrir okkur bæði þegar hann bryti hana loks niður. Ég fór yfir eftirfarandi línur í hausnum: „Vinsamlegast sendið bíl til að sækja mig og son minn. Ég óttast um öryggi okkar. Ég þarf samastað í nótt.“

Ég vonaði að manneskjan á símanum myndi skilja mig í þetta sinn þrátt fyrir háværan slagkraftinn yfir bældum hjálpargráti mínum.

Þegar að manneskjan svaraði loksins í símann reyndi ég enn einu sinni að hvísla á nógu lymskulegan hátt þannig að hún myndi heyra í mér. En faðir þinn fattaði hvað ég var að reyna að gera og skipaði mér að leggja á. Ég vissi að tíminn var af skornum skammti þannig að ég hætti við símtalið og henti bleyjum í gamla tösku. Ég fór með bænir um hugrekki og sendi bónir með hugsanaflutningi til ástvina minna í annarri heimsálfu og bað um styrk þeirra og stuðning. Ég setti vegabréfin okkar og peninginn sem ég hafði safnað síðan þú fæddist í plastmöppu undir hlýjar peysur og aukasokka. Til að stappa í mig stálinu setti ég þreytt andlit mitt að maga þínum á meðan þú svafst og dró djúpt andann með þínum andardrætti. Áður en ég gat lyft höfðinu hvarf dúndrandi hnefahljóðið í bakgruninn og dauðþreyttur líkami minn sofnaði er ég andaði í takt við lítinn líkama þinn.

Hoppaði upp í fyrsta strætó

Ég vaknaði við þrumuhljóðið er hurðin var loksins brotin. Fótatak og öskur færðu hættuna nær rúminu með hverri sekúndunni. Ég tók þig í fang mitt, henti töskunni yfir axlirnar og horfðist í augu við minn stærsta ótta. Faðir þinn ýtti mér, hélt mér niðri, reif þig úr faðmi mínum – vakti þig úr værum svefni með skæru ljósi og reiðum hljóðum – aðeins svo ég gæti barist fyrir að fá öskrandi líkama þinn aftur í arma mína. Þú varst með marbletti á líkamanum næstu daga.

Einhvern veginn, með styrk og þoli sem ég vissi ekki að ég byggi yfir, ýtti ég honum frá mér og hundsaði fullyrðingar hans um að ég væri eign hans og kalmennskuyfirlýsingar, og hljóp upp í mót við sólarupprás. Ég fór inn í fyrsta strætó og sat í honum svo klukkustundum skiptir þar til lærin mín urðu dofin af ósléttum vegum og munnur þinn klemmdi brjóstið mitt þar til þú lokaðir loks augunum.

Ég hafði tekið ákvörðun sem ég gat ekki sem var endanleg. Ég gat ekki farið aftur á staðinn sem geymdi okkar efnislegu hluti og þægindi heimilisins en einnig þá eilífu brún líkamlegs skaða og tilfinningalegrar stjórnunar. Ég gat aðeins haldið áfram og haft upp á fjölskylduskýlum og vinalegum lögfræðingi sem ég hafði efni á, bíðandi í endalausum röðum í delegacia da mulher, röðunum sem voru ætlaðar þolendum ofbeldis á lögreglustöðum. Ég eyddi klukkustundum í að tala við aðrar konur sem höfðu verið beittar ofbeldi af mökum sínum, feðrum, frændum, nágrönnum – jafnvel sínum eigin sonum. Við mynduðum vináttubönd, stutt en sterk, og hlustuðum á sögur hverrar annarrar á meðan börnin okkar léku sér saman og ímynduðu sér heim án lögreglustöðva og raða af brotnum konum.

Á götunni

Ég komst fljótt að því að þó ég myndi vinna mánaðalanga baráttu fyrir fullu forræði þyrfti ég undirritað og vottfest samþykki föður þíns í hvert sinn sem ég vildi ferðast utan landamæra Brasilíu. Ef ég myndi ekki gera það gæti ég verið handtekin og faðir þinn fengi þig. Hugsunin um þær aðstæður gerðu mig lafhrædda á hverri stundu þessar fyrstu vikur – þegar ég setti þig í kalt bað á almenningssalerninu á lestarstöðinni eða þegar ég gaf þér brjóst á götunni í sterkri sólinni – því síðustu hótanir föður þíns fólust í því að hringja á lögregluna fyrir að ræna þér spiluðust aftur og aftur í huga mínum.

Fyrrverandi nemandi minn, málfærslumaður, tengdi mig við fjölskyldulögfræðing sem sérhæfði sig í heimilisofbeldismálum, sem bauðst til að taka að sér málið okkar fyrir brotabrot af því sem aðrir lögfræðingar báðu um. Í gegnum samningaviðræður við föður þinn gat hún teiknað upp samkomulag um forræði sem gerði okkur kleift að ferðast til Bandaríkjanna þar sem systir mín beið eftir okkur í New York. Einu skilyrðin voru að ég færi með þig í heimsókn til föður þíns áður en við færum og að ég þyrfti að koma aftur til Brasilíu tvisvar á ári svo þú gætir heimsótt hann.

Þannig að nokkrum vikum eftir þessa nótt í svefnherberginu fórum við í síðustu ferðina á fyrsta heimili þitt í þessum heimi, á þennan bjarta stað á móti hæð með heimilum sem voru að hruni komin. Þegar við komum á staðinn dekraði fjölskylda föður þins við þig er þú skreiðst, forvitinn og stóreygður. Ég tók eins mikið af fötum, myndum og skjölum og pössuðu í eina, stóra ferðatösku.

Þegar að leigubíllinn kom og sótti okkur króaði faðir þinn mig að og þvingaði munni sínum og líkama á minn. Þú sast hljóðlátur í sætinu þínu og horfðir á okkur. Ég reyndi mitt besta að öskra ekki og ýtti eins fast og ég gat þar til hann bakkaði loksins nóg til að ég kæmist inn í leigubílinn. Ég tók þig í arma mína og spennti beltin. Þó ég vissi að eldri bróðir þinn og frændsystkini væru að veifa okkur frá gangstéttinni sneri ég mér ekki við. Hugsunin um föður þinn hræddi mig nóg þó ég sæi hann ekki í enn eitt skiptið. Ég gat ekki hætt á það að tapa hugrekki mínu.

Mæðginin mótmæla byssueign í Bandaríkjunum.

Landamæraverðir stöðvuðu okkur þegar við komum að öryggishliðinu á flugvellinum. Þú varst fastur á bakinu mínu og stór taska af fötunum okkar var slengt yfir brjóstkassa minn. Ég ruggaði þér í svefn á meðan þrír verðir spurðu mig um af hverju ég væri að yfirgefa landið með brasilískt barn. Þeir minntust á alþjóðlegu barnaræningjamálin sem voru í fréttunum á hverju kvöldi og sökuðu mig um að ræna mínu eigin barni. Ég sýndi þeim samþykki föður þíns, undirritað og vottað, en þeir fundu að öllu, allt frá skriftinni til mistaka sem var búið að krossa yfir. Þeir léku sér með vald sitt, hótuðu að hleypa mér ekki í gegn og réttu hvor öðrum blaðið svo þeir gætu haldið því upp að ljósi og reynt að finna minnstu villu. Þeir leyfðu mér loksins að fara þegar að nokkrar mínútur voru í flugið okkar.

Sneru ekki aftur

Við snerum ekki aftur til Brasilíu þetta árið og höfum ekki gert það síðan. Samkomulaginu um forræði var hafnað af brasilískum dómara sem krafðist þess að faðir þinn greiddi meðlag áður en samkomulagið yrði samþykkt. Hann neitaði og sagði mig ekki uppfylla skilyrði samningsins. Á þeim tíma var í mörgum störfum í New York og reyndi að skapa nýtt líf fyrir okkur. Ég átti ekki pening fyrir ferðum til Brasilíu og fannst ekki öruggt að fara aftur til föður þíns. Ég óttaðist að ofbeldisfull rifrildi myndu gerast aftur og þú myndir enda í miðjunni. Ég vissi að um leið og ég kæmi til Brasilíu að hann myndi vera með vald til að halda okkur þar með því að neita því að skrifa undir ferðasamþykkis.

Samkvæmt lögum rændi ég þér frá föður þínum og réttu heimili þínu. Það er ástæðan fyrir því að við getum ekki aftur farið til fæðingarlands þíns fyrr en þú verður átján ára og ég þarf ekki að óttast það lengur að missa þig vegna ásakana um mannrán eða forræðisdeilu.

Ég vona að einn daginn muni faðir þinn hafa samband og játa þann skaða sem hann hefur valdið okkur, tilbúinn til að græða sár og byggja upp einhvers konar samband við son sinn en samt virða þá ákvörðun mín að hefja nýtt líf án hans. Ég dreymi um daginn sem við getum farið aftur til Brasilíu og faðmað bróðir þinn, frændsystkini þín, ömmu þína, frænkur og frænda. Að þú getir þekkt blóðlínu þína og jörð.

En ég veit einnig hve hál brautin er þegar hún virðist leiða til sátta en er í raun afturför í ofbeldishringinn, afturhvarf í yfirráð ofbeldismannsins. Ég barðist til að sleppa úr fangelsi hans og ég held áfram að berjast eins lengi og ég þarf til að vera frjáls. Síðustu átján mánuði hef ég mætt í vikulega meðferð til að takast á við mína eigin andlegu og tilfinningalegu meðvirkni sem var sköpuð af ofbeldishringnum. Ég hef farið með þig í barnameðferð til að ræða rosalegar tilfinningar þínar, hvort sem þær eru merki um hefðbundin æðisköst tveggja ára barns eða stæling af ofbeldinu sem þú hefur verið vitni að. Við höfum farið í hópatíma með öðrum mæðrum og fjölskyldum sem deila áföllum sínum, vegferð og hvatningu.

Og með hægum, varfærnum vexti hef ég lært að fyrirgefa sjálfri mér fyrir að vera fórnarlamb, að elska sjálfa mig fyrir að lifa að og finna nýjar leiðir til að njóta móðurhlutverksins þrátt fyrir innri djöfla sem ásækja mig fyrir að taka þig frá föðurnum sem þú líkist svo mikið að það er stundum sárt. Ég veit að ég nýt ómetanlegs frelsis vegna ákvörðunarinnar sem ég tók. Frelsi frá ótta og skyndilegrar reiði án ástæðu. Frelsi frá falskri umhyggju í gegnum afbrýðisemi, þráhyggju og stjórnsemi. Ég flúðu til að öðlast frelsi til að verða ný fjölskylda, til að kynnast heilbrigðri ást, karlmennsku, kvenkyns fegurð og styrks.

Er við nálgumst tveggja ára afmæli frelsunarinnar fagna ég þorpsins sem við höfum byggt og nært í kringum okkur. Þjóðflokkur þeirra sem hafa lifað af, baráttufólks og umbótasinna sem neita að samræmast tvöfalds kynjakerfis og vinna að heimi þar sem maður getur virt sínar eigin þrár og kærleik.

„Ég valdi að lifa af“

Ég er að skrifa þessa grein fyrir þig, son minn, en einnig fyrir okkur: mæðurnar sem höfum tekið þá hræðilegu ákvörðun að rífa upp fjölskyldur okkar í leit að öryggi, sem höfum fundið styrk til að berjast – sumar okkar eigum yfir höfði okkur lífstíðardóm í fangelsi bara fyrir að verja okkar eigið líf. Fyrir þær sem lifðu af á öllum aldri, af hvaða kyni sem er og með hvaða kynhnegð sem er sem eru að viðurkenna það ofbeldi sem við höfum orðið fyrir, ofbeldi sem er hluti af stærra ranglæti í samfélaginu en ekki hversdagslegur hlutur sem þarf að umbera.

Faðir þinn og fjölskylda lesa þetta kannski og verða sár yfir því að ég hafi hengt skítugu fötin út til þerris eða halda að ég sé að ýkja, jafnvel ljúga. Ég vil að þau viti að ég elska þau og sakna þeirra svo mikið. Ég er aðeins að segja þá sögu sem ég á. Ég gerði það sem ég þurfti til að halda lífi og til að vera móðir þín. Við erum öll fórnarlömb samfélags sem ýtir undir ofbeldi og leyfir fjölskyldum að rotna með því að láta okkur skammast fyrir veikleika okkar frekar en að ræða opinskátt um átökin og að við ættum að sækja okkur hjálpar þegar við þurfum mest á henni að halda.

Litla barn, þetta er sagan af því hvernig við yfirgáfum einu fjölskylduna sem þú þekktir. Hvernig við fórum frá hlýjum sandi undir tánum þínum til steinsteypurisa sem ná upp í himininn. Ég vil segja þér að þetta var aldrei planið mitt en ég valdi mína leið. Ég valdi að lifa af. Ég valdi þig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“