fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

R. Kelly grætur í fyrsta viðtalinu eftir að hafa verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota: „Þetta er ekki ég!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2019 08:41

T.v: R. Kelly grætur í viðtali. T.h: R. Kelly handtekinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

R. Kelly tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota. Brotin sem R. Kelly er ákærður fyrir teygja sig yfir rúmlega tíu ára tímabil. Ákæran tekur til brota gegn fjórum stúlkum og voru þrjár þeirra yngri en 17 ára þegar brotin áttu sér stað.

Í byrjun árs kom út heimildaþáttaröðin, Surviving R. Kelly. Þáttaröðin blés nýju lífi í langlífar ásakanir á hendur söngvaranum og saknæma háttsemi. Í þáttunum er farið yfir sögur þolenda söngvarans og viðtöl við aðstandendur söngvarans um ásakanirnar. Í kjölfarið hófu yfirvöld rannsókn á meintum afbrotum hans.

Sjá einnig: Heimildarþættirnir um R. Kelly gætu landað honum í steininum

Andrea Kelly, fyrrverandi eiginkona söngvarans, kom fram í kjölfarið í átakanlegu viðtali í sjónvarpsþættinum The View. Í viðtalinu lýsir hún hrottafengnu ofbeldi af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns.

„Ég man að hann réðst einu sinni á mig í aftursætinu á Hummer-bifreið, og ég þjáist af áfallastreituröskun út af því,“ segir Andrea. „Ég hélt að ég myndi deyja í aftursætinu á Hummer-bifreiðinni.“

Viðtal hjá CBS

R. Kelly var formlega ákærður í febrúar og hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ákærurnar. Í viðtali hjá CBS við Gayle King brotnar rapparinn niður og segir að þetta sé „ekki satt.“ Viðtalið fer í loftið seinna í dag en hefur CBS gefið út smá hluta af viðtalinu.

Gayle King rifjar upp dómsmál rapparans þar sem hann var dæmdur.

„Konur hafa komið fram og sagt: „R. Kelly svaf hjá mér þegar ég var undir átján ára. R. Kelly beitti mig ofbeldi, andlegu og líkamlegu. R. Kelly fór með mig í svart herbergi þar sem ólýsanlegir hlutir gerðust.“ Þetta er það sem er sagt um þig, þessir gömlu orðrómar,“ sagði Gayle King.

Rapparinn svaraði: „Ekki satt, ekki satt. Hvort sem þetta eru gamlir orðrómar, nýir orðrómar, framtíðar orðrómar, ekki satt.“

Sjá einnig: R. Kelly – skrímsli eða saklaus? Sakaður um barnaníð og ofbeldi:„Hann eyðilagði fullt af fólki“ – „Fyrir það brennur þú í helvíti“

Í öðrum hluta af viðtalinu spyr Gayle King: „Leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér, þú hefur aldrei haldið einhverjum gegn þeirra vilja.“

„Ég þarf þess ekki,“ svaraði R. Kelly. „Af hverju ætti ég? Hversu heimskulegt væri það fyrir R. Kelly, með allt sem ég hef gengið í gegnum í fortíðinni, að halda einhverjum gegn þeirra vilja, hvað þá 4, 5, 6, 50, þú sagðir, hversu heimskulegt væri það fyrir mig að gera? Það er heimskulegt!

R. Kelly horfði svo beint í myndavélina og hélt áfram: „Það er heimskulegt! Notaðu almenna skynsemi. Gleymdu því hvernig þér líður gagnvart mér. Hataðu mig ef þú vilt, elskaðu mig ef þú vilt, en bara notaðu almenna skynsemi. Hversu heimskulegt væri það fyrir mig, með mína klikkuðu fortíð og það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði hann og hélt áfram:

„Ó, akkúrat núna held ég bara að ég verði að vera skrímsli og halda stúlkum gegn þeirra vilja, hlekkja þær í kjallaranum mínum og ekki leyfa þeim að borða, ekki hleypa þeim út nema þær þurfi skó neðar í götunni frá frænda sínum. Hættið þessu. Hættið þessum leik. Hættið! Ég gerði þetta ekki.“

Rapparinn hækkaði síðan róminn og fór að gráta. „Þetta er ekki ég! Ég er að berjast fyrir f—— lífi mínu!“

Viðtalið mun fara í loftið í heild sinni í kvöld seinna í dag á CBS This Morning.

R. Kelly á að mæta næst í dómssal þann 22. mars samkvæmt E! News.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.