fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Tók andlát kærustu sinnar upp á myndband og kallaði hana dramadrottningu – Vildi ekki verða handtekinn

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Ceon Broughton tók andlát kærustu sinnar, Louella Fletcher-Michie upp á myndband og kallaði hana „dramadrottningu.“ Eftir að Louella lést hringdi rapparinn ekki á neyðarlínuna því hann óttaðist að vera handtekinn.

Parið hafði verið að skemmta sér á tónlistarhátíð þegar faðir Louella, leikarinn John Michie fékk símtal frá dóttur sinni þar sem hún gaf frá sér einkennileg hljóð. Foreldrar hennar keyrðu beinustu leið að tónlistarhátíðinni en þegar þau komu á staðinn var það orðið um seinan.

Louella Fletcher-Michie til vinstri ásamt föður sínum, leikaranum John Michie og systur sinni Daisy

Ceon hafði gefið kærustu sinni eiturlyfið 2C-P og var andlát hennar rakið til of stórs skammts af lyfinu. Daily Mail greinir frá því að eftir að Ceon hafði gefið Louellu lyfið sleppti hann því að kalla eftir neyðaraðstoð í sex klukkustundir þrátt fyrir að augljóst væri að hún þyrfti hjálp. Ceon tók myndband af Louellu þegar hún var orðin of allt of lyfjuð og einnig sást hún á myndbandsupptökunni eftir að hún lést.

Á myndbandinu mátti sjá Louella hrópa hástöfum, endurtaka ruglingslegar setningar og jafnvel lemja sjálfa sig. Nálægasta sjúkrahús var aðeins 400 metra frá staðnum sem Louella lést. Atvikið átti sér stað þann 10. september árið 2017 og sagðist Ceon ekki hafa hringt eftir hjálp vegna hræðslu um að hann yrði handtekin. Skýrsla lækna um ástand Louellu hefur gefið til kynna að ef hún hefði fengið viðeigandi aðstoð hefðu verið 90% líkur á því að hún hefði lifað af.

Á upptökunum má heyra Ceon segja við vin sinn að hann geti ekki verið handtekin vegna Louellu og við nánari skoðun var komist að því að hann hundsaði einnig skilaboð sem hann fékk frá föður hennar og bróður um að kalla eftir aðstoð. Faðir hennar hafði haft samband við Ceon eftir að hann áttaði sig á því að dóttir hans var ekki með réttu ráði.

Fjölskyldan þegar allt lék í lyndi

Ceon neitar að hafa orðið Louellu að bana og neitar hann einnig fyrir það að hafa gefið henni lyfið.

Talið er að Ceon hafi sýnt af sér eigingjarna hegðun og mikið gáleysi þar sem heyra má á upptökunum að hann áttaði sig á því að Louella var í slæmu ásigkomu lagi. Saksóknari segir að hann hefði því borið ábyrgð á því að koma henni undir læknishendur en hafi brugðist því hlutverki sínu.

Í ágúst sama ár hafði Ceon fengið 24 vikna dóm sem ekki var greint frá en vegna þess gerði hann sér fulla grein fyrir því að með því að vera með lyfið var hann að brjóta af sér og gæti því fengið enn þyngri dóm yrði hann handtekinn.

Í samtali við lögregluna sagðist Ceon ekki hafa áttað sig á alvarleika ástandsins og að hann vissi ekki að hún gæti dáið. Málinu er ekki lokið hjá dómstólum en Ceon hefur þó viðurkennt að hafa gefið Louellu og vinum hennar lyfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal