fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Missti 19 kíló á tólf vikum vegna veikinda – Tók málin í sínar hendur og laumaði mat inn á spítalann

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa misst 19 kíló á aðeins tólf vikum vegna meltingafærasjúkdómsins Crohn‘s ákvað hinn tuttugu og sjö ára gamli Manny að taka málin í sínar hendur.

Manny Singh Tura fór í aðgerð í maí árið 2017 þar sem hann fékk stómapoka. Eftir aðgerðina léttist Manny gríðarlega mikið á stuttum tíma og fór hann frá því að vera 48 kíló niður í 29 kíló.

„Áður en ég veiktist þá var ég í kringum 50 kíló, ég léttist niður í 29 kíló og fór frá því að vera með nokkuð vöðvastæltan líkama yfir í það að líta út eins og beinagrind,“ segir Manny sem varð mjög niðurdreginn vegna þyngdartapsins. Samkvæmt Metro er Manny orðinn 53 kíló í dag.

„Ég hafði alltaf litið upp til líkamsræktarfólks og ég lofaði sjálfum mér því að ég myndi ná að vinna þyngd mína upp aftur og verða sterkur, ég náði því á innan við einu ári. Það að sigra og að ná metum lætur mér líða eins og ég hafi fengið stjórn á líkama mínum aftur.“

Eftir aðgerðina átti Manny erfitt með að þyngjast og varð hann að liggja inni á spítala þar sem honum var gefin næring í gegnum slöngu á hverjum degi í tólf klukkustundir á dag. Hann mátti ekki fara af spítalanum fyrr en að hann var búinn að ná ákveðinni þyngd og fór hann því að lesa sér til um hvað hann gæti gert.

„Ég fór frá því að borða þrjár máltíðir á dag yfir í það að borða fimm sinnum á dag. Þessi nýi lífsstíll hjálpaði mér að þyngjast og fór ég fljótlega að þyngjast um eitt kíló á dag. Einn vinur minn eldaði fyrir mig makríl, sardínur og rækjur á hverju kvöldi og kom með það á morgnanna. Ég hitaði svo matinn sem hann laumaði inn til mín þegar læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir voru ekki nálægt. Þetta var algjör lífsbjörg. Ég var svo með lyktarsprey til þess að fela lyktina af fiskinum.“

Eftir fimm vikur á spítalanum hafði Manny þyngst um tíu kíló og fékk hann þá að fara heim. Hann þurfti enn að fá næringu með slöngu en hélt áfram að passa sig á því hvað hann var að borða.

Manny er enn með Crohn‘s sjúkdóminn þrátt fyrir að vera laus við stómapokann í dag og með nýjum lífsstíl segist hann geta haldið sjúkdómnum í skefjum. Hann fer í ræktina fimm sinnum í viku og borðar hollan mat.

„Crohn‘s hefur ekki áhrif á mig, hann er hluti af því sem ég er en ég held honum í skefjum. Læknarnir voru frábærir og hugsuðu vel um mig en mér var aldrei ráðlagt hvað það var sem ég ætti að borða. Mér fannst ég hjálparlaus en ég las mig til um þetta sjálfur og fann út úr því hvernig ég gat hjálpað mér. Áður borðaði ég reglulega skyndibitamat en um leið og ég hætti því þá hvarf verkurinn og mér líður svo mikið betur.“

Manny er í dag laus við stómapokann en þarf þó alltaf að fara varlega. Hann má ekki æfa hvaða íþróttir sem er og þarf að passa sig svo hann endi ekki aftur á spítala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.