fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Unglingar köstuðu vítissprengju í Berglindi og hvolp hennar í Hafnarfirði

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæludýraeigendur eru gjarnan órólegir í kringum áramótin vegna dýranna sinna sem geta orðið virkilega hrædd vegna hávaðans í flugeldunum. Þá hafa margir beðið fólk vinsamlegast um að halda sprengingum í lágmarki og að skjóta aðeins upp á þeim dögum sem löglegt er.

Sú beiðni hefur ávalt verið virt að vettugi sem oft hefur skapað mikla gremju gæludýraeigenda sem og fólks með ung börn, sem ekki geta sofið vegna hávaðans.

Í gær lenti Berglind Ósk Sigurðardóttir í virkilega leiðinlegu atviki þegar hún var úti að ganga með sex mánaða gamlan hvolp sinn rétt hjá Víkinga hótelinu í Hafnarfirði.

„Áðan var ég úti að labba með sex mánaða hvolpinn minn þegar ég heyri að krakkar eða unglingar eru að sprengja flugelda. Við kippum okkur ekkert mikið við það og löbbum áfram. Svo er allt í einu kallað: „Hey gríptu“ og víti er kastað í áttina að okkur. Hvolpurinn minn stökk og panikkar og mér brá svo svakalega að ég fraus gjörsamlega,“ segir Berglind í færslu á Hundasamfélaginu.

Berglind var skiljanlega í miklu áfalli og vildi hún greina frá atvikinu í þeirri von um að vara aðra við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer Van Dijk til Þýskalands í sumar?

Fer Van Dijk til Þýskalands í sumar?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Markvörður KR sendir frá sér afsökunarbeiðni fyrir framkomuna í garð barnanna

Markvörður KR sendir frá sér afsökunarbeiðni fyrir framkomuna í garð barnanna