fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Kvíðin tík fékk sinn eigin hvolp í jólagjöf – Krúttlegasta myndband dagsins

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er þetta krúttlegasta jólagjöf allra tíma? Hin eins árs gamla, Minnie, sem er af tegundinni Golden Retriever fékk jólagjöf frá eigendum sínum. Jólagjöfin var þó ekki alveg hefðbundin, en hún innihélt ekki stórt bein, hundanammi eða hundadót, heldur lítinn átta vikna gamlan hvolp sem heitir Parker.

Eigandi Minnie, Nicolette Hall sagði í samtali við Metro að Minnie á það til að vera mjög kvíðin og hræðist auðveldlega. Henni datt því í hug að fengi hún nýjan vin á heimilið gæti henni liðið betur.

Minnie fékk því að opna jólagjöfina sína snemma í ár, en Nicolette fékk Parker afhentan 19. desember. Nicolette sem er frá Texas segist hafa verið virkilega ánægð með það hversu vel Minnie tók við Parker en þau urðu strax bestu vinir.

„Þetta var bara eins og ást við fyrstu sín, Minnie hefur alltaf elskað aðra hunda og að eiga sinn eigin vin núna hjálpar henni vonandi að vaxa og koma úr skelinni. Hann mun vonandi hjálpa henni að verða hugrakkari!“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður