fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025

Johnny Depp talinn vera drukkinn í vinnunni: Árásargjarn á tökustað

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 8. maí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn Johnny Depp réðst nú á dögunum á framkvæmdarstjóra á tökustað samkvæmt heimildum frá fréttamiðlinum Page Six. Var þetta á meðan tökum stóð á kvikmyndinni LAbyrinth, þar sem Depp leikur lögreglumanninn Russell Poole sem rannsakar morðið á rapparanum Biggie Smalls.

Talið er að Depp hafi verið undir áhrifum áfengis í miðjum tökum og reynt að kýla starfsmanninn í rifbeinin ásamt því að öskrað að honum: „Ég skal gefa þér hundrað þúsund dali ef þú kýlir mig núna“ áður en leikaranum var vísað frá.

Heimildir Page Six segja að vandræðin hófust þegar Depp heimtaði að leikstýra sjálfur atriði úr myndinni og boðið vinum sínum að leika aukahlutverk. „Vinir hans voru staddir í senunni og þetta varð allt að meiru en átti að vera“, segir ónefnd heimildamanneskja í samtali við miðilinn. Búið var að loka fyrir götu í Los Angeles fyrir myndina en þegar tökuleyfið rann út vildi Depp ólmur halda áfram.

Framleiðendur báðu um frest en á endanum þurfti framkvæmdarstjóri á tökustað að tilkynna leikstjóra myndarinnar, Brad Furman, að lengri tími væri ekki í boði. „Reyndu að segja Johnny Depp það“, átti leikstjórinn að hafa sagt á móti.

Furman hefur gefið út yfirlýsingu og sagt að atvikið hljómi verra en það hafi verið og fullyrti að Johnny Depp væri mikill fagmaður, frábær samstarfskraftur og ávallt stuðningsríkur við aðra á vinnustað, en bætir við að tökur á kvikmyndum geti valdið streitu og það hafi verið kveikiþráðurinn á tilfellinu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Real Madrid setur Rice efstan á óskalista sinn – Þetta er verðmiði sem Arsenal er sagt tilbúið að skoða

Real Madrid setur Rice efstan á óskalista sinn – Þetta er verðmiði sem Arsenal er sagt tilbúið að skoða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.