fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025

Adele fagnaði stórafmælinu með stæl: Hélt Titanic partí og gerði allt brjálað

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 8. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adele passaði að vera í sama kjól og Rose (Kate Winslet) úr Titanic.

Stórstjarnan Adele fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og ákvað að halda veisluna með Titanic-þema þar sem öllu var tjaldað til.

Söngkonan var klædd sem persóna Kate Winslet úr kvikmyndinni og dansaði hún dátt allt kvöldið ásamt stórum hópi gesta sem komu margir hverjir klæddir í björgunarvestum eða öðru í stíl við þemað. Á meðal gesta veislunnar voru Alan Carr, Zane Lowe og Breaking Bad-leikarinn Aaron Paul.

Adele birti í gær ljósmyndir úr veislunni á Instagram-síðunni sinni og útskýrði að þemað væri til þess að halda upp á bæði stórafmælið og skipuleggja partí í stíl við eina af hennar uppáhalds bíómyndum.

Hins vegar var ekki öllum skemmt yfir ljósmyndunum sem hún birti, né þemanu, enda þótti sumum það ósmekklegt að skipuleggja veislu sem vísar í harmleik þegar yfir fimmtán hundruð manns létu lífið í jómfrúarsiglingu skipsins sem sökk árið 1912. Leið ekki á löngu þangað til að fóru að streyma hvassar athugasemdir til söngkonunnar á bæði Instagram og Twitter.

Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir úr veislunni sem fóru fyrir brjóstið á mörgum.

Cold Blooded.

A post shared by Mark Ronson (@iammarkronson) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindi fatlaðra er ruslatunna stjórnmálanna

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindi fatlaðra er ruslatunna stjórnmálanna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.