fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni og sama hlutfall hefur verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þetta sýna fyrstu niðurstöður í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. Þær leiða enn fremur í ljós að ríflega 40 prósent þátttakenda í rannsókninni eiga sögu um framhjáhald eða höfnun af hendi maka og svipað hlutfall hefur orðið fyrir andlegu ofbeldi eða einelti í barnæsku eða á fullorðinsárum. Einn af hverjum sex þátttakendum í rannsókninni á að baki lífshættuleg veikindi eða meiðsl og um það bil þriðjungur erfiða fæðingarreynslu,“ segir á vef Háskóla Íslands en vísindamenn við skólann hófu á vormánuðum 2018 afar metnaðarfullt rannsóknarverkefni undir yfirskriftinni Áfallasaga kvenna.

Nú þegar hafa um 23 þúsund konur á Íslandi, 18 ára og eldri svarað könnuninni en rannsakendur vonast til þess að fá alls um 40-50.000 konur til þátttöku.

Unnur Valdimarsdóttir og Arna Hauksdóttir eru forsprakkar rannsóknarinnar. Báðar eru þær prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands og eru þær ánægðar með viðtökurnar.

„Hlutfallið er ívið hærra en mælst hefur í fyrri rannsóknum hér á landi. Svörun er nokkuð jöfn yfir aldurshópa, búsetu og menntunarstig og endurspeglar rannsóknarhópurinn því kvenþjóðina nokkuð vel. Það er hugsanlegt að konur með áfallasögu kjósi frekar að taka þátt í rannsókninni en hins vegar verður að hafa í huga að í kjölfar aukinnar opinnar samfélagsumræðu um kynbundið ofbeldi, sem birtist okkur m.a. í #metoo byltingunni, verður ákveðið endurmat meðal kvenna á upplifunum sínum.  Það er því einnig hugsanlegt að þetta háa hlutfall endurspegli raunverulega tíðni þessara áfalla meðal kvenna á Íslandi. Frekari gagnasöfnun frá fleiri konum og gagnagreining á komandi mánuðum mun leiða það í ljós,“ segir Unnur.

Í nóvember munu um 60 þúsund konur um allt land fá boð um þátttöku í rannsókninni.

„Góð þátttaka kvenna í rannsókninni skiptir sköpum fyrir vísindalegt gildi hennar og svör hverrar einustu konu skiptir máli, óháð því hvort hún á mikla, litla eða enga sögu um áföll. Það er afar mikilvægt að skapa örugga vísindalega þekkingu á þessari skuggahlið kvenlegrar tilveru,“ segir Arna.

 Hér geta konur sem eru 18 ára og eldri tekið þátt í rannsókninni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.