fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Fjóla um systkinaástina: „Ég hugga mig við að þau verði vonandi ekki óvinir um þrítugt“

Amare
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að ég varð ólétt af Írenu kveið ég því hvernig Ernir myndi taka því að vera ekki lengur eina barnið mitt. Ég eyddi ómældum tíma í að skipuleggja hvernig við myndum hafa þetta þegar þau myndu hittast fyrst og reyndi eftir bestu getu að útskýra fyrir tveggja ára barninu hvernig hlutirnir væru að breytast.
Ég meira að segja planaði hvernig ég myndi kveðja hann þegar ég færi upp á spítala að eiga og var svo stressuð þessu öllu saman. En bumbustelpan hafði sko engan áhuga á að hlusta á skipulag móður sinnar og allt umstangið í kringum fæðinguna hennar var hádramatískt. Fæðingin sjálf er nú bara efni í heilt blogg, en stutt saga frá Ernis sjónarhorni: Ég skutlaði honum á leikskólann og sagði „sjáumst á eftir sæti minn“ , hann sá mig svo ekki fyrr en 5 dögum seinna og þá var hann ekki einn um athyglina lengur. Þessa 5 daga á spítalanum spáði ég enn meira í þessu og kveið fyrstu kynnunum mikið. Ekki misskilja mig samt, ég naut þess að knúsa litlu stelpuna mína og hlakkaði líka til að byrja lífið sem tveggja barna móðir.

En allur þessi kvíði, pælingar og skipulag voru algjörlega óþarfar. Frá því að hann sá hana fyrst var augljóst hvað hann elskaði hana mikið. Tveggja og hálfs árs klappaði hann henni og kyssti eins mjúklega og hann gat, hann gat ekki hætt að horfa á hana og fyrsta morguninn tróð hann sér hjá henni í ungbarnahreiðrið og lá þar heillengi að dást að henni.

Ófáa morgnanna vildi hann bara halda í hendina á henni og passa hana, hann átti hana. Ég mun aldrei gleyma því þegar hann sá okkur fyrst skipta um bleyju á henni og sá naflastúfinn, hann fór að hágráta og sagði „mamma hún meiðir sig“. Það var eiginlega mómentið sem ég fattaði hvað hann elskaði hana, algjörlega skilyrðislaust.

Aldrei upplifði ég að hann finndi fyrir afbrýðisemi út í athyglina sem hún fékk, hann naut þess að sýna hana fyrir fólki og vildi helst að hún myndi byrja strax að leika með allt dótið sitt.

En þetta er ekki allt dans á rósum. Núna þegar litla skessan mín er orðin tveggja og hálfs árs eru systkinaerjurnar í hámarki. Hún gerir í því að skemma fyrir stóra bróður og það fer rosalega í taugarnar á honum. Nokkrum sinnum á dag heyri ég öskrað „ÆJI ÍRENA!!!“ og stuttu seinna byrjar hún að öskra, þetta verður ansi þreytt og manni langar stundum að fá sér eyrnatappa eða flytja að heiman.

Ég reyni að leyfa þeim að leysa vandamálin sín á milli, en oftar en ekki þurfa foreldrarnir að stíga inn og skakka leikinn. Þetta er allt hluti af þessu foreldrahlutverki og ég hugga mig við að þau verði vonandi ekki óvinir um þrítugt.

Þrátt fyrir mörg rifrildi eru þau líka mjög oft góðir vinir, geta dundað sér saman og skellihlegið af hvoru öðru. Stóri bróðir er líka virkilega passasamur upp á litlu systur, hann fær nett panikk þegar hún ætlar að hlaupa í burtu þegar við erum í búðum og reynir hvað hann getur að ná henni tilbaka. Hann leiðir hana yfir götur og hjálpar henni í öllu sem hann getur.
En það er líka greinilega hvað hún elskar hann mikið, oftast sér hún ekki sólina fyrir stóra bróður. Hún vill gera allt eins og hann og reynir að rífa allt af honum, því auðvitað hlýtur stóri bróðir að vera með eitthvað merkilegra en hún. Oft er það líka þannig að það er bara hann sem má hjálpa, hvort sem það er að festa skóna hennar eða spenna hana úr bílstólnum. Svo eru það dagarnir þar sem mamman er algjörlega á síðasta þræði þolinmæðinnar, þá er langbest að láta stóra bróður passa sig.

Mér þykir systkinasambandið sem þau eiga svo óendanlega fallegt og þykir mjög vænt um það, þrátt fyrir erfiðu dagana. Ég þarf oft að minna sjálfa mig á að einblína ekki á erfiðu tímabilin og reyna að taka meira eftir fallegu augnablikunum.

Tíminn flýgur áfram og áður en ég veit af verða þau orðin unglingar og þá skilst mér að erjurnar verði ennþá háværari, óboj!
Ég ætla allavega að reyna að minna sjálfa mig oftar á að njóta augnabliksins með þeim, maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég hvet ykkur til að gera það sama.

Færslan er skrifuð af Fjólu Einarsdóttur og birtist upphaflega á Amare.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hörður lýsir ótrúlegum vendingum – „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði“

Hörður lýsir ótrúlegum vendingum – „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina