fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Tvö ár frá því ég skildi við eiginmann minn: 10 atriði sem ég vil að börnin viti

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 28. október 2018 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brátt eru tvö ár liðin frá því að ég skildi við eiginmann minn. Það er skrýtið að halda ekki lengur upp á brúðkaupsafmælið með honum heldur í staðinn vera meðvituð um að nú eigum við “skilnaðar-afmæli“.  En stærsta breytingin er ekki að ég fór úr því að vera gift yfir í að vera fráskilin heldur að nú er ég einstæð móðir, sem er miklu ábyrgðarmeiri titill.

Þessi grein var skrifuð að Stacey Freeman og birtist fyrst á vef Huffington Post.

Það er ákveðin kaldhæðni í því að það er sjaldan sem er gert ráð fyrir einstæðu foreldri á eyðublöðum sem þarf að fylla út, ekki í atvinnuumsóknum, skráningu í líkamsræktarstöð eða því sem varðar líf barnanna, skólastarfið eða tómstundaiðkun þeirra. Það er ætlast til að ég uppfylli þessar endalausu skyldur til jafns við gifta foreldra hinna barnanna.

Ég næ ekki að gera þetta allt eða taka þátt í þessu öllu en því fylgir að fólk dæmir mig, bæði þeir sem standa mér nærri og þeir sem fylgjast með úr fjarlægð. Börnin mín dæma mig einnig en það er erfiðast að takast á við það því það er alveg sama hversu oft ég reyni að útskýra fyrir þeim hvernig staðan er, þau gera óraunhæfar væntingar til mín miðað við stöðu mína sem einstaklings.

Ég er móðir tveggja unglingsstúlkna og drengs á grunnskólaaldri. Ég held að það verði aldrei auðvelt að heyra þá gagnrýni sem ég fæ og því ætla ég að halda áfram að minna börnin mín (og sjálfa mig) á að ég er ekki óskeikul. Ég er mannleg og vegna þess hef ég mínar takmarkanir. Þetta er það sem ég segi við börnin mín.

Ég geri mitt besta.

Það lítur kannski ekki út fyrir það en ég gerið það. Ég er bara ein og þið eruð þrjú. Auðvitað væri miklu auðveldara ef pabbi og manna byggju saman. Það væri líka að mörgu leyti auðveldara fyrir mig. En þessar fáu ánægjustundir myndu örugglega falla í skuggann af mun óánægjulegri stundum eins og þið munið eflaust eftir síðustu árin sem ég og pabbi ykkar vorum gift.

Mitt besta verður ekki alltaf nógu gott

Ég veit að ég veld ykkur stundum vonbrigðum. Ég veit að þið viljið að ég horfi á alla íþróttaleikina sem þið takið þátt í. Að þið getið oftar boðið vinum ykkar heim. Að þið getið farið á búðarráp þegar þið viljið og hvert sem þið viljið. En sem einstætt foreldri þá eru mér takmörk sett. Tími og peningar leyfa mér ekki alltaf að gera allt það sem ég vil gera fyrir ykkur, að minnsta kosti ekki fyrir ykkur öll á sama tíma. En það þýðir ekki að ég vilji ekki gera það. Ég vil svo sannarlega gera það.

Líf mitt snýst um ykkur

Þegar ég segi „nei“ við ykkur kallið þið mig stundum sjálfselska, sérstaklega þegar ég tek mér smá tíma fyrir mig sjálfa og þið haldið að það taki tíma frá ykkur. Þið verði að skilja að ef ég tek ekki smá tíma fyrir mig sjálfa þá kemur það niður á ykkur. Ég elska ykkur. En ég elska sjálfa mig líka. Þá kem ég að . . .

Það er einnig pláss fyrir aðra í lífi mínu

Það fyndna við ástina er að það er af mörgu að taka. Ást á barni er öðruvísi en ást á maka. Ástin gerir okkur hamingjusöm, hvort sem við elskum aðra eða vitum að einhver elskar okkur. Það er kannski ekki augljóst en þeim mun meiri ást sem ég veiti öðrum þeim mun meiri ást á ég til að veita öðrum og það þýðir að ég á meiri ást fyrir YKKUR. Hafði því ekki áhyggjur. Ég er ekki að fara neitt!

Ég veit að það eru stundir sem ykkur fellur ekki við mig

Eins og þegar ég læt ekki undan ykkur. Eða þegar ég refsa ykkur. Það er auðvelt að gleyma að ég er mamma ykkar því ég er í svo mörgum hlutverkum sem einstæð móðir. Þegar við skemmtum okkur saman, skemmti ég mér best. En fyrst og fremst er ábyrgð mín að ala ykkur upp svo þið verðið almennilegar manneskjur sem finna til samkenndar með öðru fólki og getið sýnt samúð og umhyggju. Það væri auðvitað auðveldara að láta sem ég taki ekki eftir slæmri hegðun ykkar. Að sleppa því að segja að þið getið gert betur. Ég veit að þetta hljómar eins og nöldur. Það er rétt ég er nöldrari! Á þeim stundum veit ég að ykkur líkar ekki sérstaklega vel við mig. En ég get fullvissað ykkur um að dag einn munið þið skilja að það sem ykkur fannst pirrandi og leiðinlegt við mig var til marks um ást mína og innilegan áhuga minn á velferð ykkar.

Þið vitið að það koma þær stundir sem mér líkar ekki við ykkur

Trúið mér, engin þarf að fara eins mikið í bað og ég. En baðherbergið mitt er eini staðurinn sem ég get verið viss um að þið virðið einkalíf mitt. Og það gerið þið (yfirleitt). Eins og þið þá þarf ég smá tíma fyrir mig sjálfa – fjarri ykkur. Á þeim stundum sem þið systurnar sláist á gólfinu um síðasta dömubindið með vængjum (sönn saga) eða öskrið á bróður ykkar vegna hávaðans úr herbergi hans þá óska ég þess að ég sé víðs fjarri.

Ég veit að þið elskið mig, jafnvel þegar við rífumst

Við segjum öll hluti í reiði, hluti sem við meinum ekki endilega. Eða, jafnvel þó við meinum þá, þá ættum við ekki að segja þá því þeir meiða. Auðveldara sagt en gert.

Ég elska ykkur, jafnvel þegar við rífumst

Það þarf ekki að segja þetta, ég elska ykkur líka þegar við rífumst. Ég veit að þið segið stundum eitthvað í reiði og í hita leiksins, ég geri það líka. En ég elska ykkur, alveg sama hvað þið segið eða gerið.

Dag einn skiljið þið þetta kannski

Dag einn verðið þið kannski svo heppin að verða foreldrar og þá munuð þið skilja af eigin raun hvernig það er að ala upp barn og hvílík forréttindi það eru en samtímis mikil áskorun. Lífið getur tekið óvænta stefnu, eins og hjá mér sem el börnin mín upp næstum því eins míns liðs. Ef það gerist þá munið þið fyrst kannast við sumar þær áskoranir, fjárhagslegar, tilfinningalegar, andlegar eða hverjar sem þær eru sem ég stend frammi fyrir daglega.

Ég vona að þið lendið aldrei í því

En ef þið verðið einstæðir foreldrar, þraukið þá. Það verður ekki auðvelt, get ég sagt ykkur. Það verða slæmir dagar, suma daga munið þið hugsa: Af hverju ég? Eins og rithöfundurinn Harvey Mackay segir:

Lífið er ekki sanngjarnt. Það er satt og þú verður að takast á við það. Það bætir sjaldnast stöðuna að kvarta en bestu verðlaunin eru að læra að hefja sig upp yfir það.“ Þið elskurnar mínar þrjár, þið eruð verðlaunin mín. Og, já, ég er mjög stolt einstæð móðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?