fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Katrín Sylvía léttist um 40 kíló: „Ég var orðin það djúpt sokkin í þunglyndi að vinkonur mínar þekktu mig ekki“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Sylvía Símonardóttir fór fyrir nákvæmlega ári síðan í magaermisaðgerð til Tékklands. Katrín segir að aðgerðin sé engin töfralausn og að fólk sem fari í hana  þurfi virkilega að vinna til þess að viðhalda sér.

Það fer engin í svona aðgerð nema að vera komin alveg á botninn. En þegar ég tók ákvörðun um að fara í magaermi þá lagðist ég í mikla rannsóknarvinnu og vildi vita allt um þetta. Ég hafði alltaf haft fordóma fyrir svona aðgerðum og fannst þetta vera aumingjaskapur, að fólk gæti nú alveg létt sig sjálft,

segir Katrín í samtali við Bleikt.is

Hafði sjálf mikla fordóma gagnvart megrunar aðgerðum

Katrín ákvað að opna snappið sitt í kjölfar þess sem hún ákvað að fara í aðgerðina til þess að leyfa fólki að sjá undirbúninginn og ferlið sjálft.

Mér finnst stórkostlegt ef ég get hjálpað öðrum að sjá hvort svona aðgerð henti þeim eða ekki. Ég hef opnað augun hjá mörgum og þeir hafa séð að þessi aðgerð gæti verið þeirra lausn. Þetta er rosalega stór ákvörðun og lífsstílsbreyting og margir sem vilja fara leynt með þetta. Enda eru miklir fordómar í gangi hvað varðar offitu og svona aðgerðir, sjálf hafði ég fordóma áður en ég ákvað sjálf að fara. Ég hugsaði að ef ég er tilbúin til þess að leyfa fólki að fylgjast með mér í von um að minnka fordómana þá væri það frábært að geta hjálpað einhverjum.

Katrín segir að aðgerðin sé engin töfralausn og að mikil vinna sé að halda sér í kjörþyngd. Hún áttaði sig á því að hún hafði ekki lengur stjórn á þyngd sinni lengur og gerði sér grein fyrir því að hún þurfti að leita sér hjálpar.

Þegar maður hefur verið of þungur þá leitar líkaminn alltaf í sama farið og því er auðvelt að þyngjast aftur. Ég hef alltaf verið þessi jójó týpa sem berst við auka kílóin og þrátt fyrir að ég hafi náð að grennast oft þá hef ég alltaf auðveldlega bætt á mig öllu aftur og þrátt fyrir að ég sé búin í þessari aðgerð núna og maginn er minni þá er mjög auðvelt að innbyrða allt of mikið kaloríum þrátt fyrir að matarskammtarnir séu minni. Ég varð bara að viðurkenna að ég mun aldrei vera í þessum hópi af fólki sem nær að létta sig og halda sig í kjörþyngd en það eru bara 1-3% af fólki sem ná því. Ég áttaði mig á því að ég þurfti aðstoð og það er ekkert til þess að skammast sín fyrir.

Mikil vanlíðan og þunglyndi fylgdi ofþyngdinni

Katrín viðurkennir að mikið þunglyndi og vanlíðan hafi fylgt ofþyngd sinni og að persónuleiki hennar hafi breyst það mikið að allar hennar vinkonur og fjölskylda fóru að taka eftir því.

Ein vinkona mín opnaði augun mín gagnvart þessu, hún spurði mig hvort ég nennti að vera að standa í þessu næstu tuttugu ár. Alltaf að vera að hugsa um megrun, megrun, megrun og ekkert annað. Maður þarf þó auðvitað að huga að mataræði og öllu þrátt fyrir að maður fari í þessa aðgerð en þetta er svo mikil hjálp því þetta hjálpar manni að innbyrða miklu minna í einu og maður er með svona hálfgerðan stoppara.

Katrín segir að hún hafi ekki átt við það vandamál að stríða að leita endalaust í mat heldur hafi hún frekar verið ódugleg við að borða.

Ég borðaði kannski morgunmat og svo borðaði ég ekkert í átta klukkutíma og þá var ég auðvitað orðin svo svöng að ég át miklu meira heldur en er ráðlagt. Þegar maður er í þannig ástandi að svelta líkamann sinn svona þá fer hann í það að geyma allt sem maður innbyrðir því hann veit ekkert hvenær hann fær næst næringu.

Vildi ekki að fólk sæi sig

Katrín segist sjá eftir því að hafa ekki farið fyrr í aðgerðina þar sem henni líði mikið betur í dag.

Þetta er allt annað líf, ég vildi að ég hefði ekki verið svona mikið á móti svona aðgerðum. Hugsaði alltaf djöfulsins aumingjaskapur, maður getur þetta alveg sjálfur. Núna hugsa ég til baka og skil ekki af hverju ég var svona þver, af hverju hafði ég ekki opnari huga fyrir þessu. Ég hef eignast annað líf eftir þessa aðgerð, ég hef núna á þessu eina ári afrekað meira heldur en ég hef gert síðust þrjú til fjögur árin fyrir aðgerð. Ég er hætt að segja nei og segi bara já ég er hætt að finna mér afsakanir. Þetta var orðið rosalega slæmt ástand því mig langaði ekki að láta fólk sjá mig. Ég mætti í partý með vinkonum mínum og þegar þær fóru niður í bæ þá fór ég heim því ég vildi ekki að neinn sæi mig. Ég hætti að fá mér í glas því ég vildi ekki að ég færi kannski að dansa upp á borði og fólk horfði á mig af því að ég hef alltaf verið þessi hressa, ófeimna týpa. En þarna var ég orðin þannig að ég var orðin svo djúpt sokkin í þunglyndi að vinkonur mínar voru hættar að þekkja mig.

Í dag er Katrín 40 kílóum léttari og segir hún að aðgerðin hafi verið besta ákvörðun sem hún hafi tekið.

Ég vil ná 25-30 kílóum af í viðbót en þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt ferðalag. Líf mitt er búið að umturnast. Ég er mjög dugleg að sýna fólki á snappinu mínu allt ferlið, bæði breytinguna á líkamanum, matinn sem ég borða, hreyfinguna sem ég stunda og húðumhirðu. Ég mun líka þurfa að fara í svuntuaðgerð og ég ætla líka að sýna frá því ferli þegar að því kemur.

Hægt er að fylgjast með Katrínu á Snapchat: katasimon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Færsla Þorsteins um fótboltastráka umdeild – „Þú ert að gera það sama og þeir gera sem níða kvenfólk eða kynþætti“

Færsla Þorsteins um fótboltastráka umdeild – „Þú ert að gera það sama og þeir gera sem níða kvenfólk eða kynþætti“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Hann er að sofa hjá yfirmanni sínum sem er 25 árum eldri og kynferðislega óseðjandi – Hérna er vandamálið

Hann er að sofa hjá yfirmanni sínum sem er 25 árum eldri og kynferðislega óseðjandi – Hérna er vandamálið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.